Úrval - 01.06.1968, Side 126

Úrval - 01.06.1968, Side 126
124 ÚRVAL sínu var auð'vitað Momsen. Nú fyrst sá hann raunverulegt gildi verka sinna. Mihalowski hvíldi sig í næstu ferð en í hans stað fór annar kaf- bátaliði, Badder að nafni ásamt Hartman. Á leiðinni niður varð vart bilunar, sem benti til þess, sem síð- ar varð. Kúplingin á spilinu stóð eitthvað á sér og það vatt ekki upp á sig kapallinn, sem dró klefann niður. Það varð að hala klefann aftur upp og laga þetta, og tók það nokkrar mínútur. Síðan var klef- inn látinn síga aftur í djúpið og stuttu síðar tilkynnti Hartman, að þeir væru lentir og búnir að tengja klefann við kafbátinn, Það höfðu verið uppi miklar bollaleggingar um það, hvað marg- ar ferðir þyrfti að fara til að flvtja þessa 33 menn með klefanum upp á yfirborðið og mönnum hafði korn- ið saman um, að fara þyrfti fimm ferðir, fjórar ferðir með sjö menn í hvorri og síðan með fimm menn í síðustu ferðinni. Momsen breytti ákvörðun sinni eftir að tekið var að flytja mennina og ákvað að reyna að ná þeim í fjórum ferðum. Hann óttaðist versnandi veður og eftir því sem lengur var verið að þessu verki jókst haéttan á einhverju óhappi annað hvort á vélaútbúnaði eða kjarkur mannanna brysti. Hann sendi því boð niður um að teknir væru átta menn um borð. Hann ætl- aði að sjá, hvernig klefinn færi með svo marga. Ef hann lyfti þeim léttilega, ætlaði Momsen að reyna með níu menn í þriðju ferðinni. Klefinn lyfti sér svo þunglega með hla.ssið, að Momsen taldi ógerning að hafa fleiri en átta um borð og mennirnir fengu skipun um það, þegar þeir fóru niður í þriðju ferð- ina, en þegar þeir voru komnir nið- ur, rak einhver athugull náungi augun í það, að það höfðu komið níu menn upp með klefanum en ekki átta, eins og haldið hafði ver- ið. Momsen símaði strax niður og skipaði að teknir væru níu menn um borð. Þetta hafði það í för með sér að ekki þurfti að fara nema fjórar ferðir í stað fimm. Þriðja ferðin gekk ágætlega og allt gekk einnig samkvæmt áætlun, þegar lagt var upp í fjórðu ferð- ina og síðustu ferðina. Þessa ferð fór Mihalowski og Donald, einn enn af þeim mönnum, sem Momsen hafði þjálfað. Niðri í kafbátnum voru eftir foringjarnir Naquin og Doyle og sex skipverjar aðrir. Hver ferð hafði tekið til jafnaðar tvær klukkustundir og samkvæmt því reiknaði Momsen með að þetta ætti allt að vera afstaðið um níu leyt- ið. Það mætti sjálfsagt heldur ekki síðar vera. Það var greinilegt á skýjafarinu, að hann fór að með storm og aldan óx og það sleit tir honum regndropa. Um miðjan dag var það orðið kunnugt að 26 menn, sem verið höfðu aftur í skipinu mvndu hafa farizt. En hverjir voru það? Nic- hols foringinn, sem Naquin sendi fyrst upp, hafði haft með sér skrá yfir þá sem lifað höfðu af í fram- rúminu. Þessi skrá var send til Pcrtsmouth og þegar fyrstu menn- irnir af Squalus komu þangað hlógu sumir af fögnuðu en aðrir grétu beizklega.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.