Úrval - 01.01.1970, Síða 16

Úrval - 01.01.1970, Síða 16
14 um sjálfum. Guð vissi að hún hafði sína galla, en hann sá, að hún var góð og ástúðleg — þó að hún hefði stundum rangar hugmyndir um peninga. Auðvitað elskaði guð móður mína, eins og allir aðrir hlutu að gera. Ef einhver vafi yrði um vegabréf föður míns við Gullna hlið- ið, treysti hann því að móðir mín myndi hjálpa sér að komast inn. Það var hennar hlutverk. Faðir minn var ólíkur móður minni í því, að hann fann aldrei til lítilmótleika. Þetta var móður minni ráðgáta. Annað fólk fór í kirkju til þess að betrast, sagði hún við hann. Hvers vegna gerði hann það ekki líka? Hann svaraði undrandi, að hann hefði enga þörf fyrir að betr- ast — hann væri nógu góður eins og hann var. Það var hreint ekki auð- velt fyrir föður minn að finna að hann hefði sjálfur nokkra galla; og bæri svo við, datt honum ekki í hug að biðja guð að fyrirgefa sér þá. Það gerði hann sjálfur. Þegar hann baðst fyrir, þegar hann og guð reyndu að talast við, var það ekki ófullkomleiki föður míns, sem tek- inn var til umræðu, heldur guðs. Faðir minn vænti sér mikils af hendi guðs. Ekki svo að skilja, að hann óskaði hjálpar hans; því síður handleiðslu hans. En guð átti stund- um til — eins og við hin — að spilla fyrirætlunum hans. Faðir minn var alltaf að reyna að koma einhverju góðu í kring, en það in-ðu sífellt hindranir á vegi hans. Hann vakti athygli guðs á þessu, gremjufullur. Hann ásakaði ekki guð beinlínis fyr- ir getuleysi, en þegar hann baðst fyrir, var rödd hans hávær og reiði- ÚRVAL leg, eins og hjá óánægðum gesti á illa reknu hóteli. Ég sá föður minn aldrei krjúpa í auðmýkt. Þegar hann talaði við guð, lá hann venjulega útaf í rúminu sínu. Á slíkum kvöldum barst ómur af heitingunum upp í herbergið til mín — fyrst alvöruþrungnar og lágværar, síðan háværar og ofsa- fengnar. Þegar stóð sem hæst, heyrði ég hann kalla ,.ó, guð“ aftur og aft- ur, af vaxandi styrkleika, eins og hann væri að skipa guði að koma strax, og setjast í djúpa, græna stól- inn í horninu, og hlýða á ávítur föður míns. Og svo þegar faðir minn fann, að guð var farinn að hlusta, rakti hann raunir sínar mæðulegri en sterkri röddu, „ó guð, það er of mikið. Amen ... það er fjandans of mikið segi ég .... nei, nei, það þoli ég ekki. Amen.“ Svo var þögn um stund, en ef honum létti ekki, grun- aði hann guð um að reyna að læð- ast til himnaríkis án þess að gera nokkuð, og þá heyrði ég hann hrópa í aðvörunarrómi: „Ó, guð! ég læt ekki bjóða mér það! A-a-men.“ Stundum heyrði ég hann hrista úr sér nokkur ofsafengin auka-amen, og svo lagðist hann til svefns, sæll og ánægður. Móðir mín hafði oft áhyggjur út af hegðun föður míns í kirkjunni. í upphafi messunnar var hann venju- lega ánægður og í sátt við allan heiminn. Hann hafði ekkert út á helgisiði að setja — þeir voru virðu- legir og hátíðlegir en um ræðuna gat brugðist til beggja vona. Ef hún var slæm, varð svipur föður míns æ þyngri eftir því sem leið, svo að bersýnilegt var, að hann átti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.