Úrval - 01.01.1970, Page 20

Úrval - 01.01.1970, Page 20
ÚRVAL lð að hann gat ekki fengið eftirlátan prest til að skíra sig í rólegheitum heima hjá sér eftir morgunverð, nei athöfnin varð að fara fram í kirkj- unni; og það sem verra var, í við- urvist safnaðarins. Faðir minn sagð- ist halda, að hann léti ekki hafa sig þannig að fífli. Að lokum fann móðir mín prest í afskekktri sókn. Hún hélt, að hann mundi verða góður handa föður mínum, sem virtist því aðeins vilja „játast guði frammi fyrir mönnun- um“, að enginn maður væri við- staddur. Séra Morley lofaði að gera allt eins auðvelt fyrir föður minn og unnt var. Faðir minn féllst á þetta, og loks rann hinn mikli dagur upp. Um morguninn kom faðir minn í góðu skapi niður til morgunverðar, og aldrei þessu vant bragðaðist matur- inn honum ágætlega. Borðstofan virtist baða í sólskini og það var létt yfir öllu. En þegar móðir mín sagði að vagninn biði, spurði faðir minn: „Hvaða vagn?“ Þegar hann heyrði svar hennar, spratt hann upp bölv- andi. Það var líkast því, að fíll, sem bundinn hefði verið með miklum erfiðismunum og fyrirhöfn, hefði slitið sig lausan og rutt öllum hindr- unum úr vegi. Móðir mín stóð and- spænis honum með orð guðs að vopni og minnti hann á hið hátíð- lega loforð hans. Þegar þetta dugði ekkert, greip hún síðasta vopnið: vagninn sem beið. Það var óþekkt innan fjölskyldunnar, að peningum væri eytt í vagn til einskis. Þegar beðið var um vagn var hann ekki látinn bíða. Þessi vagn, sem nú beið úti fyrir, snerti streng í sál föður míns, sem guðsorð móður minnar höfðu ekki náð til. Á leiðinni út úr borginni óx hin innibyrgða reiði föður míns. Hann hafði bersýnilega treyst því allt til þessarar stundar, að drottinn mundi taka frá honum þennan kaleik. Þegar við komum inn í kirkjuna, brann eldur úr augum föður míns, eins og í nauti á hringsviði, sem bíður eftir því að ráðast á nauta- banann. Hann var særður, reiður og einmana. Það hafði verið rótað upp í einkalífi hans, jafnvel alveg aftur í fjrrstu bernskuárin. Séra Morley, sem var feiminn og alvöru- gefinn, gekk til móts við okkur upp- örvandi, en augnaráðið, sem hann mætti frá föður mínum, dró úr hon- um allan kjark, og hann lét sér nægja að klappa nokkrum sinnum á kollinn á mér. Þegar séra Morley kom að þeim þætti athafnarinnar, þar sem hann segir: „Afneitar þú djöflinum og öllum hans verkum, fánýti og hé- gómadýrð. heimsins?" leit faðir minn út eins og gremjufullur rómverskur hershöfðingi, serh tekur þátt í auð- virðilegum og villimannlegum helgisiðum gegn vilja sínum. Loks rann upp stund hinnar eig- inlegu skírnar. Ég man hvernig fað- ir minn stóð, svipþungur og beinn í lafafrakkanum sínum; en þegar ég sá séra Morley dýfa hendinni ofan í vatnið og bera hana upp að enni föður míns, lokaði ég augunum í ofboði frammi fyrir þessari hrylli- legu vanhelgun, og enn í dag veit ég ekki, hvort klerkinum tókst að koma vatninu á enni föður míns.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.