Úrval - 01.01.1970, Side 21
ÚUÐ OG FAÐIR MINN'
Þegar athöfninni var lokið, stóð-
um við andartak vandræðaleg. Þeg-
ar séra Morley fór að áminna föður
minn í guðrækistóni að „krossfesta
allar sínar illu langanir,11 greip fað-
ir minn hranalega fram í: „Ég er
að verða of seinn á skrifstofuna,"
og stikaði stórum skrefum fram
kirkjugólfið.
Þegar við ókum af stað, hneig
móðir mín aftur á bak í vagninum
örmagna. Það sauð enn þá inni fyrir
í föður míniun, og hvað eftir annað
Í9
virtist svo, sem gjósa ætlaði upp
úr. Hann fór út úr vagninum við
kauphöllina, stakk rauðþrútnu and-
litinu inn um vagngluggann, horfði
með brennandi augnaráði á móður
mína og sagði: „Ég vona að þú sért
ánægð“. Þegar þessi nýbakaði kirkj-
unnar sonur leit á úrið sitt, tók hann
viðbragð, og við móðir mín heyrð-
um hann tauta: „Djöfullinn sjálf-
ur!“ um leið og hann hljóp upp
tröppurnar.
Barry Gray varð eitt sinn að orði í sjónvarpsþætti sínum: „Hvað munu
fyrirrennarar ok'kar í framtiðinni segja? Roger Kahn.
Einu sinni voru tveir smástrákar í Lundúnum að lahba úti á götu.
Sá stærri sagði við hinn: „Heyrðu, Tom, ég er hérna með hálft penny,
og þú ert með hálft penny. Fyrir þetta getum við keypt pennyvindil."
Þetta var í þá daga, þegar eitthvað var hægt að fá fyrir peningana.
Sá minni samþykkti þetta, og Bill fór inn í tóbaksbúð og kom brátt
út þaðan, púandi pennyvindil. Eftir að Tom hafði horft á Bill um stund,
púandi vindilinn, sagði hann: „Nú er röðin komin að mér að fá svo-
lítinn reyk, er það ekki?“
Þá svaraði Bill, sem var stærri og sterkari: „Þegi þú nú bara, Ég
er forstjóri þessa félags. Þú ert bara hluthafi. Þú getur spýtt."
Herbert Entwistle, forstjóri.
Hvað stoðar það að hafa „tígrisdýr" í bensingeymnum, ef það situr
asni við stýrið.
Irsk stúlka, sem gekk í kvennaskóla i París, fékk eitt sinn móður
sína í heimsókn. Gamla konan bjó i sveit og hafði ekki víða farið.
Eitt sinn fór hún með gömlu konuna á listasafn. Hún stanzaði fyrir
framan frægt málverk og sagði við móðirr sina: „Sjáðu, þetta er myndin
„Angelus" eftir Millet."
Gamla konan skoðaði myndina vandlega, sneri sér siðan að dótturinni
og hnussaði fyrirlitlega, um leið og hún sagði:
„Þvílik ósvifni í málaranum! Þessi þorpari hefur bara stælt almanaks-
myndina heima í eldhúsinu okkar!"
L.R.