Úrval - 01.01.1970, Side 36

Úrval - 01.01.1970, Side 36
34 ÚRVAL Augað varð betra og fíllinn gat séð dálítið. Læknirinn vildi þess vegna framkvæma sömu aðgerðina á hinu auganu daginn eftir. Þegar dýrið var fært inn og heyrði rödd lækn- isins, lagðist það sjálft, lagði höfuð- ið varlega aftur, rúllaði rananum sínum saman og hélt niðri í sér andanum, nákvæmlega á sama hátt og menn gera, áður en þeir gangast undir sársaukafulla aðgerð. Þegar aðgerðinni var lokið, varpaði fíllinn öndinni léttar og með ýmiss konar hreyfingum sýndi hann greinilega, að hann vildi votta lækninum þakk- læti sitt fyrir hjálpina. Hefnigirni fílsins er orðlögð. — Særðir fílar hefna sín oft á hinn hryllilegasta hátt. Fíll nokkur, er hafði verið særður af innfæddum manni, elti hann inn í bæinn, náði honum og tróð hann undir svo að hann lézt samstundis. Á þetta at- vik horfði fjöldi skelfdra áhorfenda. Fílnum tókst að flýja til skógarins aftur að loknu ódæðinu. Sé hefnigirnin áberandi í eðlisfari fíla, þá er meðaumkunin það ekki síður. Eitt sinn er landfarsótt geys- aði í bæ nokkrum í Vestur-Indlandi, lágu sjúkir og látnir eins og hrá- viði um götur bæjarins. Ríkur fursti, sem búsettur var í bæ þessum, þurfti að leggja af stað í ferðalag og honum fannst. að ekki yrði hjá því komizt, að fíllinn hans træði á hinu óhamingjusama fólki, sem lá látið eða bjargarlaust á götunum. Furstinn kærði sig kollóttan um þetta og honum kom ekki til hug- ar að bíða, þar til göturnar yrðu ruddar. Fíllinn hans var hins veg- ar á annarri skoðun. Hversu mjög sem furstinn hamaðist og lét í ljós reiði sína, gekk fíllinn fet fyrir fet og gætti þess vandlega að troða ekki ofan á hið óhamingjusama fólk. Þarna kom sem sagt í ljós, að fíll- inn hafði til að bera meiri mannúð og ríkari tilfinningar en húsbóndi hans! Einna frægastur fíla nú á seinni árum er tvímælalaust fíllinn Júm- bo, sem átti að feta í fótspor fíla Hannibals og fara sömu leið yfir Alpafjöllin. Myndin, sem fylgir grein þessari, er einmitt af Júmbó litla og við skulum rifja upp sögu hans með því að glugga í blöðum frá júlí í fyrra: „Það er fíll á leiðinni yfir Alpa- fjöll. Hann heitir Jumbó, er ellefu ára og í fylgd með honum er „brezki Alpaleiðangurinn“ — flokkur manna, sem hefur tekið sér fyrir hendur að sanna, að fílar Hanni- bals hafi farið um Clapierskarð, þegar hann fór í herferðina gegn Róm árið 218 fyrir Krists burð. Júmbo átti til skamms tíma heima í dýragarðinum í Torino og var fluttur til Chambery í járnbrautar- lest. Hann mun bera „frakka“ á ferð sinni yfir Alpana. Ef allt gengur að óskum, heldur hann sigri hrósandi inn í Italíu eft- ir svo sem níu daga. En lánið lék ekki við Júmbo litla. Hann fékk ekki að njóta þeirrar ánægju að koma sigri hrósandi til Rómar: „Júmbo, sem brezkur leiðangur fékk lánaðan í dýragarði í Torino til þess að sanna kenninguna, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.