Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 46
inn 28. september árið
1891 dó gamall og vel-
þokkaður tollvörður í
New York. Lát harft
vakti enga athygli.
Einstaka blað minntist hans þó með
mjög stuttri grein í smáletursdálk-
unum, en annars gaf enginn láti
hans gaum. Heimsblöðin létu ekki
rita minningargreinar um hann.
Samt var þessi ókunni, gamli toll-
vörður, sem sýslað hafði við skriftir
um árabil, einn mesti rithöfundur
Bandaríkjanna. Hann hafði ekki
ætíð verið staðfastur embættismað-
ur, sem rækti sitt starf af dæmafárri
stundvísi og heiðarleika. Fæstir
hefðu getað greint, að bak við hljóð-
láta og virðulega grímu embættis-
mannsins leyndist maður, sem eitt
sinn hafði verið ungur, svartskeggj-
aður ævintýramaður, er siglt hafði
fyrir Horn í ofsastormi og sungið í
kapp við vindinn, staðið uppi í
mastri á skítugum hvalveiðibát og
legið í hvítum sandi á Suðurhafsey
og horft á innfæddar meyjar dansa
trúardansa af kynlegum þokka,
löngu áður en þessar Suðurhafseyj-
ar urðu paradís ferðamanna. Sízt
hefði nokkurn grunað, að þessi heið-
virði tollvörður hefði nokkurn tíma
orðið að flýja lög og rétt þess lands,
sem hann þjónaði nú af samvizku-
semi.
Auðveldara hefði ef til vill verið
að geta sér til, að hann hefði við
ritstörf fengizt, enda þótt þrjátíu ár
væru liðin síðan hann lét nokkuð
frá sér fara á þeim vettvangi og
fjörutíu ár væru liðin síðan nokkur
maður gaf ritverkum hans gaum.
Tollvörðurinn hafði á unga aldri
ritað eina mestu og áhrifaríkustu
skáldsögu heimsbókmenntanna, en
því miður varð það ekki uppgötvað
fyrr en allmörgum árum eftir dauða
hans. Þá gáfu menn skáldsögu hans
44
45