Úrval - 01.01.1970, Page 52

Úrval - 01.01.1970, Page 52
50 og aðrir uppreisnarmenn. Hann var lagður í járn á ensku herskipi. Eftir nokkra daga voru þeir leyst- ir úr haldi, en voru strax settir í fangelsi á eynni, þar sem þeir fengu að leika lausum hala og reika um eyna eins og þeir vildu. Melville aflaði sér víðtækrar þekkingar um hina innfæddu, en hann var enn óöruggur um líf sitt og notaði þess vegna strax tækifær- ið, þegar honum bauðst vinna á hvalveiðiskipi. Hann réði sig á Charles and Henry. Ekki leið samt langt þar til hann komst á flakk og endaði í Honolulu. Þar var hann um stund bókhaldari fyrir enskan kaup- mann, en varð að taka upp pjönkur sínar og hypja sig sem skjótast, þeg- ar það fréttist, að hvalveiðiskipið, Acushnet, væri statt í nágrenni við Hawai. Hann gerðist því háseti inn borð í freigátunni United States. Um fjórtán mánaða skeið sigldi hann á því, og gat aldrei sætt sig við hinn harðneskjulega aga, sem ríkti um borð í herskipum, er flögg- uðu fána lýðræðisins. Fjörutíu árum síðar skrifaði hann bók um veru sína á herskipaflotanum. Það var síðasta saga hans, hún hét Billy Budd. Tuttugu og fimm ára hafði hann reynt meira en margir sjötugir. Samt fannst honum, að hann væri fyrst að byrja að lifa. Sjómaðurinn og flakkarinn tók sér nú penna í hönd og varð rithöfundur. Án þess að hafa nokkru sinni skrifað staf áður, reit hann nú heila bók. Hann kallaði hana Typee og fjallaði hún um ævintýri hans með Polynesun- um. Bókin var gefin samtímis út í IJRVAL Englandi og Bandaríkjunum. Áður en hann hafði áttað sig, var hann orðinn frægur rithöfundur, og var alls staðar boðinn og velkominn, þar sem rætt var um bókmenntir. Árið 1847 kom enn ný bók eftir hann. Hún hét Omoo og aflaði höf- undi sínum enn meiri vinsælda en áður. Samt sem áður þorði Melville ekki að treysta á reglulegar og góðar tekjur af ritstörfum. Hann gifti sig og fyrir lánsfé keypti hann sér bú- garð í Pittisfield. Þar bjó hann ásamt fjölskyldu sinni. Auk þess að hafa konu sína og fjögur börn, hélt hann uppi aldraðri móður sinni og nokkrum systrum sínum. Lítill vinnufriður var á heimili hans, en honum tókst þó að skrifa Moby Dick þarna. Hann græddi ekki fé meðan hann skrifaði þá bók, hins vegar var hann alltaf meir og meir skuldunum vafinn. Moby Dick kom út árið 1851. Það ár var Herman Melville skráður í heimsbókmenntasöguna sem einn af hinum miklu rithöfundum. En bók þessi batt enda á rithöfundarferil hans í Bandaríkjunum. Menn voru í vafa, hvernig bregðast skyldi við þessari sögu. Bókmenntagagnrýn- endur tóku bókinni illa og dæmdu hana hart. Einstaka gagnrýnandi minntist á það, að sorglegt væri, að farið væri að bera á geðveiki hjá hinum unga og efnilega rithöfundi. Það næði ekki nokkurri átt að láta aðalpersónuna vera hval, og megin- hluta bókarinnar fjalla um sinnis- veikan, hefnigjarnan skipstjóra, sem leiti uppi hvíta hvalinn Moby Dick til þess að hefna sín á honuro. Þegar hvíti hvalurinn, sem tekið hafði fót-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.