Úrval - 01.01.1970, Page 58

Úrval - 01.01.1970, Page 58
56 ÚRVAL vandamálum. Sovétmenn tóku einn- ig þátt í fundum þessum fram til ársins 1948. En þeir strunsuðu í fússi út af fundi Kommandatura, sem þorgarstjórnarstofnun þessi nefnist, í júní það ár eftir harðar deilur um gildi gjaldmiðlanna á sovézka svæðinu í Austur-Berlín og á svæðum Vesturveldanna í Vestur- Berlín. Nú skipta Rússar sér lítið eða alls ekkert af stjórn okkar á málefnum Vestur-Berlínar, enda skiptum við okkur ekkert af þeirra stjórn í Austur-Berlín. Mestur hluti kostnaðarins af stjórn Vestur-Ber- línar er borinn af vestur-þýjzku stjórninni. VESTUR-BERLÍN ER EYJA Þar eð Vestur-Berlín er í raun- inni eyja inni á landssvæði komm- únista eða 110 mílur fyrir austan austustu endimörk Vestur-Þyizka- lands, hafa flutningaleiðir til borg- arinnar og að henni alltaf verið mjög mikið vandamál. Það er um að ræða þrjár leiðir, frá Hamborg, Hannover og Frankfurt, þrjár flug- leiðir, tvær vatnaleiðir, þrjá þjóð- vepi og þrjár járnbrautarlínur. Öðru hverju reyna Rússar eða Austur-Þjóðverjar að tefja eða rjúfa alveg flutninga eftir þessum lífs- nauðsynlegu leiðum. En þeir hafa samt ekki gert neinar alvarlegar til- raunir til slíks, síðan átökin miklu urðu í júní árið 1948, er Rússar hættu að taka þátt í sameiginlegri stjórn borgarinnar og skelltu á að- flutningabanni, hvað snerti alls kon- ar aðflutninga til borgarinnar og frá henni. Bandamenn svöruðu til- raun Rússa með hinni frægu „loft- brú“ sinni. Þrátt fyrir geysilega erf- iðleika tókst þeim þannig að fæða Berlínarbúa og sjá þeim fyrir birgð- um helztu lífsnauðsynja, þangað til Rússar afléttu aðflutningsbanninu í maí árið 1949. Það mundi reynast ógerlegt að sjá Vestur-Berlín fyrir nauðsynleg- um birgðum með hjálp loftbrúar nú á dögum. Að minsta kosti mundi slíkt reynast ókleyft, ef halda ætti þeim lífskjörum, sem borgarbúar hafa nú vanizt. Eftirspurn borgar- búa eftir alls konar birgðum hefur aukizt gífurlega frá eymdardögum aðflutningsbannsins. í fyrra „gleypti" Vestur-Berlín 11 milljón tonn af varningi og annars konar efnum, hráefnum og fleira, sem var aðallega flutt þangað frá Vestur- Þýzkalandi með prömmum, vörubíl- um og járnbrautarlestum. En Rúss- ar virðast hafa viðurkennt „óbreytt ástand11, a.m.k. fyrst ’ um sinn. Þeir halda áfram að þjarma að Vestur- Berlín á ýmsum sviðum, en það tal- ar nú enginn lengur um nýtt að- flutningsbann. Samt er nauðsynlegt að bera fram þessa spurningu: Er Berlín í raun og veru lífvænleg borg? Getur hún haldið velli? Bezta svarið við þessari spurningu er fólgið í þeirri stað- reynd, að henni hefur tekizt að halda velli í 24 ár og að aðstæður flestar í borginni fara stöðugt batn- andi. Vissulega er ástandið þar ó- eðlilegt, en samt sér þess engin merki, að álagið á borgina sé slíkt, að hún sé að því komin að gefast upp. Ef Rússar gerðu meiri háttar árás á Vestur-Berlín, mundi hún lík- lega ekki geta staðizt slíka árás
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.