Úrval - 01.01.1970, Síða 58
56
ÚRVAL
vandamálum. Sovétmenn tóku einn-
ig þátt í fundum þessum fram til
ársins 1948. En þeir strunsuðu í
fússi út af fundi Kommandatura,
sem þorgarstjórnarstofnun þessi
nefnist, í júní það ár eftir harðar
deilur um gildi gjaldmiðlanna á
sovézka svæðinu í Austur-Berlín og
á svæðum Vesturveldanna í Vestur-
Berlín. Nú skipta Rússar sér lítið
eða alls ekkert af stjórn okkar á
málefnum Vestur-Berlínar, enda
skiptum við okkur ekkert af þeirra
stjórn í Austur-Berlín. Mestur hluti
kostnaðarins af stjórn Vestur-Ber-
línar er borinn af vestur-þýjzku
stjórninni.
VESTUR-BERLÍN ER EYJA
Þar eð Vestur-Berlín er í raun-
inni eyja inni á landssvæði komm-
únista eða 110 mílur fyrir austan
austustu endimörk Vestur-Þyizka-
lands, hafa flutningaleiðir til borg-
arinnar og að henni alltaf verið
mjög mikið vandamál. Það er um
að ræða þrjár leiðir, frá Hamborg,
Hannover og Frankfurt, þrjár flug-
leiðir, tvær vatnaleiðir, þrjá þjóð-
vepi og þrjár járnbrautarlínur.
Öðru hverju reyna Rússar eða
Austur-Þjóðverjar að tefja eða rjúfa
alveg flutninga eftir þessum lífs-
nauðsynlegu leiðum. En þeir hafa
samt ekki gert neinar alvarlegar til-
raunir til slíks, síðan átökin miklu
urðu í júní árið 1948, er Rússar
hættu að taka þátt í sameiginlegri
stjórn borgarinnar og skelltu á að-
flutningabanni, hvað snerti alls kon-
ar aðflutninga til borgarinnar og
frá henni. Bandamenn svöruðu til-
raun Rússa með hinni frægu „loft-
brú“ sinni. Þrátt fyrir geysilega erf-
iðleika tókst þeim þannig að fæða
Berlínarbúa og sjá þeim fyrir birgð-
um helztu lífsnauðsynja, þangað til
Rússar afléttu aðflutningsbanninu í
maí árið 1949.
Það mundi reynast ógerlegt að
sjá Vestur-Berlín fyrir nauðsynleg-
um birgðum með hjálp loftbrúar nú
á dögum. Að minsta kosti mundi
slíkt reynast ókleyft, ef halda ætti
þeim lífskjörum, sem borgarbúar
hafa nú vanizt. Eftirspurn borgar-
búa eftir alls konar birgðum hefur
aukizt gífurlega frá eymdardögum
aðflutningsbannsins. í fyrra
„gleypti" Vestur-Berlín 11 milljón
tonn af varningi og annars konar
efnum, hráefnum og fleira, sem var
aðallega flutt þangað frá Vestur-
Þýzkalandi með prömmum, vörubíl-
um og járnbrautarlestum. En Rúss-
ar virðast hafa viðurkennt „óbreytt
ástand11, a.m.k. fyrst ’ um sinn. Þeir
halda áfram að þjarma að Vestur-
Berlín á ýmsum sviðum, en það tal-
ar nú enginn lengur um nýtt að-
flutningsbann.
Samt er nauðsynlegt að bera fram
þessa spurningu: Er Berlín í raun
og veru lífvænleg borg? Getur hún
haldið velli? Bezta svarið við þessari
spurningu er fólgið í þeirri stað-
reynd, að henni hefur tekizt að
halda velli í 24 ár og að aðstæður
flestar í borginni fara stöðugt batn-
andi. Vissulega er ástandið þar ó-
eðlilegt, en samt sér þess engin
merki, að álagið á borgina sé slíkt,
að hún sé að því komin að gefast
upp. Ef Rússar gerðu meiri háttar
árás á Vestur-Berlín, mundi hún lík-
lega ekki geta staðizt slíka árás