Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 63
JÖRUNDUR HUNDADAGAKONUNGUR OG .
61
leikinn getur verið öllum skáldskap
ótrúlegri.
Hér verður á eftir endursagður
emn kafli úr ævisögu Jörundar.
Greinir hann frá því, er Jörundur
hefur gerzt brezkur njósnari á meg-
inlandi Evrópu. Er honum ætlað að
fara um Belgíu og Þýzkaland til
Póllands og jafnvel allt austur til
Rússlands.
Skömmu eftir að hinn afdankaði
hundadagakonungur steig á land í
Ostend, réðst annar þjóðhöfðingi og
voldugri yfir suðurlandamæri Belg-
íu með 124 þúsund manna lið. Var
það Napoleon Bonaparte. Þrem dög-
um síðar, hinn 15. júní 1815, sló í
bardaga við Waterloo.
Jörundur sat uppi í tré einu á
vígvellinum og fylgdist þaðan með
því sem fram fór. Orrustan við
Waterloo hafði varanleg áhrif á
örlög heilla þjóða og markaði þann-
ig tímamót í sögu Evrópu. Því er
ærið fróðlegt að kynnast frásögn
sjónarvotts af þessum nafntogaða
atburði. (Rétt er að skjóta því hér
inn í, að frásögnin er rituð eftir
heimildum, sem Jörundur lét eftir
sig, enda þótt hún sé aðeins að litlu
leyti sögð með beinum orðum hans
sjálfs).
Áður en sú frásaga hefst er þó
skylt að gefa örstutta skýringu á
vist Jörundar um borð í Bahama,
sem frá er sagt hér að framan, og
segja nokkuð frá öðru því, sem á
daga hans dreif, frá því að hann
yfirgaf ísland nauðugur haustið
1809, unz hann hélt í austurveg sem
brezkur njósnari sumarið 1815.
Þegar Jörundur kom út til Bret-
lands úr íslandsförinni, var honum
þegar stefnt fyrir rétt í Lundúnum.
Var honum gefið að sök að hafa
farið af landi brott án leyfis hlut-
aðeigandi yfirvalda, en Jörundur
taldist stríðsfangi í Bretlandi, áður
en hann hélt út til íslands, enda
þótt hann væri þar að mestu leyti
frjáls ferða sinna. Jörundur var nú
hnepptur í varðhald í Lundúnum
og ítrekaðar náðunarbeiðnir vina
hans báru þann árangur einan, að
hann var um miðjan nóvember
fluttur um borð í fangaskipið Ba-
hama, sem áður getur. Sat hann
þar þann vetur allan og fram til
hausts 1810, en þá var honum sleppt
í land.
Næstu tíu mánuði var Jörundur
ennþá fangi að nafninu til, en eftir
það hlaut hann fullt frelsi og at-
vinnuleyfi í Bretlandi. Réðst hann
þá í þjónustu brezka utanríkisráðu-
neytisins sem njósnari og fór meðal
annars tvær ferðir til Portúgal.
Græddist honum nokkuð fé í leið-
öngrum þessum, en því sóaði hann
öllu í svall og fjárhættuspil, þegar
heim kom til Lundúna. Fór svo að