Úrval - 01.01.1970, Page 66
64
ÚRVAL
inn með 24 þús. hermenn frá Ligny
til Quatre Bras til liðs við Ney hers-
höfðingja, sem þar var fyrir með
40 þús. manna lið. Sameinaður liðs-
afli þeirra sótti síðan norður á bóg-
inn á eftir herjum Breta, Hollend-
inga og Hannoverbúa, sem hörfuðu
skipulega undan samkvæmt fyrir-
mælum Wellingtons.
Síðari hluta dags gerði mikið úr-
felli, og dró þá hin slæma ferð á
forugum vegunum mjög úr fram-
sókn stórskotaliðs Napoleons. Eftir
sex daga erfiða göngu frá París
og blóðuga bardaga í heilan dag
voru hermenn hans og hestar orðn-
ir hvíldar þurfi. Alla nóttina hélt
áfram að rigna, og varð þeim því
ekki hvíldar auðið. Hermenn
beggja urðu að láta fyrirberast á
blautum ökrunum um nóttina og
gátu ekki einu sinni kveikt varð-
elda.
Daginn eftir, 18 júní, hélt áfram
að rigna. Jörundur hafðist við uppi
í háu beykitré í útjaðri Sognes-
skógar. Með aðstoð sjónaukans
hafði hann þaðan góða yfirsýn yfir
sléttuna, þar sem herirnir höfðust
við. Það var farið að stytta upp
öðru hverju og á milli skúranna
brauzt sólin í gegnum skýjaþykkn-
ið. Reykjarmekkir stigu til himins
hér og hvar um sléttuna, þar sem
140 þús. hermenn yljuðu sér við
varðeldana og neyttu matar síns —
margir hverjir í síðasta sinn í þessu
lífi.
Vegalengdin á milli herjanna var
aðeins ein míla. Franski herinn sást
greinilega í hæðardrögum skammt
frá veitingahúsi nokkru, er nefnd-
ist La Belle Alliance. Herir Breta
og bandamanna þeirra, Hollendinga
og Þjóðverja, höfðust við á bygg-
og hveitiökrum skammt undan, með
Soignes-skóg á aðra hönd, en smá-
þorpin Mont St. Jean, Merbe Braine
og Braine 1‘Alleud á hina. Einnig
höfðu þeir útvarðsveitir á tveimur
búgörðum í grenndinni; nefnist
annar La Haye Sainte, en hinn
Hougomont. Á þeim síðarnefnda
var kastalabygging forn, umkringd
skógi.
Hinir andvígu herir höfðu nær
því jafnmiklu liði á að skipa hvort
fyrir sig. í liði Napoleons voru 68
þús. hermanna, en í liði Welling-
tons 72 þúsundir; þar af voru 30
þús. Bretar, en 42 þús. af öðru þjóð-
erni.
Napoleon gerði ráð fyrir, að
Grouchy kæmi sér til aðstoðar síð-
ar um daginn með 33 þús. menn,
er hann hefði rekið flótta Prússa
nægjanlega lengi, og taldi hann víst,
að þessi liðsauki myndi hafa úr-
slitaáhrif á gang orrustunnar.
Með tilliti til þessa fór Napoleon
sér að engu óðslega. Einnig var hon-
um hagræði að því, að jarðvegur-
inn þornaði, svo að stórskotaliðið
og riddaraliðið kæmu að sem mest-
um notum.
Klukkan hálf tólf um morguninn
gerðu Frakkar árás á Hougomont
búgarðinn, og var þá fyrstu skotum
orrustunnar hleypt af.
Nú gerðist margt í einni svipan,
og veittist Jörundi erfitt að átta sig
á rás atburðanna, þar sem hann sat
hátt uppi í beykitrénu og rýndi í
sjónaukann. Reykjarsvælu frá fall-
byssum, rifflum og brennandi
bændabýlum lagði yfir vígvöllinn.