Úrval - 01.01.1970, Page 70

Úrval - 01.01.1970, Page 70
68 ÚRVAL ar. Ekki vegna þess, að hann tæki svo sárt til Napoleons, heldur af því, að með honum var hniginn að velli upphafsmaður og persónugerf- ingur þeirrar lífsskoðunar, sem ríkt hafði í Norðurálfu nær þrjá tugi ára; eins og svo margir aðrir hafði Jörundur aðhyllzt þessa lífsskoðun, vitandi og óafvitandi, og nú, þegar sjálf forsenda hennar var brott fall- in, skildi hún eftir ófyllt skarð í tilveru hans. Með orrustunni við Waterloo urðu þáttaskil í ævi Jörundar. Hann hafði ætlað að afreka eitthvað stór- fenglegt, eitthvað sem verða mætti mannkyninu til góðs, en nú var sem strengur brysti í sál hans. Héðan af varð hann allur annar maður, sjálfs- elskur og tækifærissinnaður og lagði enga rækt við það góða í sjálf- um sér. Þegar Napoleon kom aftur til Parísar, krafðist franska þingið þess, að hann segði þegar af sér. Þingheimur var og reiðubúinn að hefja friðarsamninga við sigurveg- arana. Keisaranum kom í fyrstu til hugar að neita að verða við tilmæl- um þingsins, smala saman leifunum af her sínum og hefja baráttuna á nýjan leik. Slíkt hefði óhjákvæmi- lega leitt til borgarastyrjaldar eins og á stóð; Bretar, Prússar, Rússar og Austurríkismenn höfðu samtals á að skipa 600 þús. manna liði og hlutu því að hafa allt ráð Frakka í hendi sér. Ævintýrið var úti. Napoleon sagði formlega af sér hinn 23. júní, fimm dögum eftir orrustuna við Waterloo. Fulltrúadeild þingsins útnefndi sex manna ráð til þess að hafa stjórn landsins með höndum og hefja frið- arsamninga við sigurvegarana. Sex dögum síðar, er Blúcher hershöfð- ingi krafðist þess, að Napoleon yrði seldur honum í hendur, flýði hinn fyrrverandi keisari til Roehefort og hugðist komast undan með skipi til Ameríku. Brezki flotaforinginn, sem fór með völd í borginni, neitaði hon- um um vegabréf til ferðarinnar. Hinn 15. júlí gafst Napoleon upp fyrir skipherranum á H.M.S. Belle- rophon; leitaði þannig á náðir Breta og bað um vernd brezkrar réttvísi. Bretar gerðu hann óskaðlegan með því að flytja hann til St. Hel- enu. Þar dó hann í útlegð sex ár- um síðar, hinn 5. maí 1821, fimmtíu og eins árs að aldri. Af Jörundi er það að segja, að hann dvaldist í Ostend um vikutíma og lauk þar við skýrslu sína um orrustuna. Skýrsluna fékk hann í hendur brezka ræðismanninum á staðnum, tók út peninga og hélt síðan með ferju til Ghent. Var þá kominn miður júlí. Þar sem viðhorf öll í Evrópu höfðu gerbreytzt við endanlegan ó- sigur Napoleons, gerði Jörundur ráð fyrir, að friðarráðstefna yrði von bráðar haldin í París, og taldi hann víst, að Castlereagh lávarður yrði viðstaddur þá ráðstefnu fyrir hönd Breta. Taldi hann því réttast og í mestu samræmi við starf sitt sem njósnari, að hann fetaði í fótspor sigurvegaranna til Parísar. Frá Ghent til Parísar ferðaðist Jörundur í póstvagni, og tók sú ferð þrjá daga. Er til Parísar kom, var honum tekið tveim höndum af Mr. Hamilton, starfsmanni brezka utan-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.