Úrval - 01.01.1970, Page 79

Úrval - 01.01.1970, Page 79
ÆVINTÝRAKONAN SEM HEILLAÐI . . . 77 höllum og köstulum víðs vegar um ríki sitt. Hann hafði gert Munchen að listahöfuðborg heimsins, næst á eftir París. Sál hans var svolítið í ætt við Parísarlistamanninn. Hafi hann því stöku sinnum snúið sér burt frá þægindum heimilisins, konu og sjö börnum, og haldið á fund einhverr- ar fagurrar leikkonu, söngkonu eða dansmeyjar, sem hafði upp á ómót- stæðilega töfra að bjóða, hver átti þá að meina honum slíkt... hver átti þá að verða til þess að kasta fyrsta steininum? Hvað Lolu snerti, þá var hún nú á hátindi allbrokkgengs og glæfra- legs lífsferils. Hún var fædd í Lime- rick í írlandi, að því er sumir sögðu (og hver gat sagt um slíkt með vissu, þar eð hún þóttist vera fædd í hinum og þessum löndum Evrópu, eftir því sem henni þótti henta bezt hverju sinni?). Faðir hennar hafði verið írskur liðsforingi í brezka hernum, en móðir hennar, sem var dáfögur, ung stúlka, var af írskum ættum, en hún sagðist reyndar einn- ig vera af spænskum ættum. Frá henni hafði litla telpan, Marie Dolo- res Elizt, erft mikla fegurð og óskaplegan skaphita. Áður en Marie litla hafði náð fjögurra ára aldri, var Gilbert liðsforingi sendur til Indlands, og kona hans og dóttir fóru þangað með honum. En liðs- foringinn veiktist þar brátt af kól- eru og dó að tveim dögum liðnum. yfirmaður hans, Craigie höfuðsmað- ur, tók við konu og barni. Hann hafði hraðann á og flýtti sér að giftast hinni fögru frú Gilbert. Höfuðsmaðurinn var auðugur maður. Það var allt látið eftir Marie og dekrað við hana á allan hátt. Hún varð fljótlega yndi og eftirlæti herdeildar höfuðs- mannsins. Hún var dáfögur telpa. En í samræmi við hinar óskrifuðu brezku erfðavenjur var Marie brátt send til Englands til þess að njóta þar skólamenntunar. Fyrst naut hún kennslu á vegum ættingja höfuðs- mannsins í Skotlandi, en þeir voru Kalvínstrúar. Síðar gerðist hún skjólstæðingur fyrrverandi hers- höfðingja, Nicholls að nafni, sem var vellauðugur. Hann sendi hana á skóla í París ásamt sínum eigin dætrum. Marie Gilbert óx nú upp og breyttist í unga, fagra konu. Þrátt fyrir kælandi áhrif mennt- unar þessarar ólgaði hiti Indlands í blóði hennar, enda sýndi það sig fljótt. Þegar móðir hennar kom frá Indlandi og tilkynnti henni, að þau hjónin hefðu hugsað sér að gefa hana auðugum, öldruðum mannii strauk Marie burt með myndarleg- um, ungum undirliðsforingja, James að nafni. Þau flýðu til írlands. Það liðu 6 mánuðir, þangað til þau gengu í hjónaband, því að írsku prestarnir vildu helzt ekki gifta svo unga stúlku án samþykkis foreldranna. En það leystist að lokum úr þessum vanda, og ungu hjónin fluttu til Dýflinnar. Og nú hófu þau sinn hjónabandsferil á nákvæmlega sama hátt og foreldrar Marie, því að James var nú sendur til Indlands. Og brátt var Marie aftur umkringd hinum framandi töfrum Austur- landa. Það fór eins fyrir henni og móður hennar. Það leið ekki á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.