Úrval - 01.01.1970, Page 90

Úrval - 01.01.1970, Page 90
88 ' neina aðra lausn. Ungur maður, Anatoly Budrovsky að nafni, vildi slást í fylgd með mér. Og þ. 29. október árið 1960 reyndum við að komast fyrir írönsku landamærin. Sovézkir landamæraverðir hand- sömuðu okkur tæpum 50 metrum frá landamærunum. Rússneska leynilögreglan (KGB) hafði mig í einangrunarklefa í 5 mánuði samfleytt. Tveir menn yfir- heyrðu mig á hverjum degi, fast- ákveðnir í því að þvinga mig til þess að gefa játningu þess efnis, að ég væri landráðamaður. En ég guggnaði ekki. ílg var samt dæmd- ur fyrir landráð, þótt ekki væri um nein raunveruleg sönnunargögn að ræða, sem stutt gætu þessa ákæru. Mál mitt var tekið fyrir aftur þ. 3. marz árið 1961 af hæstaráði sov- ézka lýðveldisins, Túrkmenistan. Réttarhöldin fóru fram fyrir lokuð- um dyrum, og í tvo daga samfleytt var ég spurður sömu spurninganna og rannsóknarlögreglumennirnir tveir höfðu spurt mig fyrrum. Og ég svaraði þeim sem fyrr og neit- aði þeirri ákæru, að ég væri land- ráðamaður. En Budrovsky félagi minn bar þá vitni gegn mér til þess að fá sjálfur vægari dóm. Eg spurði réttinn, hvers vegna þeir skeyttu ekkert um önnur vitni, er gætu stutt málstað minn, en tryðu honum ein- um. Þá var mér sagt: „Rétturinn ákveður sjálfur, hvaða framburður er réttur og hverju hann á að trúa.“ Að lokum fékk Budrovsky tveggja ára dóm fyrir að gera til- raun til þess að fara burt úr landi. En ég fékk 6 ára dóm sem land- ÚRVAL ráðamaður. Ég var þá 23 ára að aldri. Löngu síðar átti það svo eftir að renna upp fyrir mér, að þeir höfðu ekki eingöngu gert næstu 6 ár lífs míns að vísi með því að stimpla mig sem landráðamann, heldur gereyði- lagt alla framtíð mína. Fyrst í stað komst aðeins ein hugsun að í huga mér: Eitthvað hafði gerzt, sem hafði gert allt réttarfarið að einum skrípaleik, og ég var algerlega ófær um að berjast gegn því. Mér var sagt, að ég yrði sendur til vinnu við byggingu „Komsomol" (Æskulýðsfylkingar kommúnista- flokksins). Og svo var ég sendur burt skömmu eftir réttarhöldin. Ég ferðaðist í „stolypinskyvagni“, sér- stökum flutningavagni, sem notað- ir hafa verið til flutnings á föng- um allt frá keisaratímunum. Einn- ig var ég fluttur í vögnum leyni- lögreglunnar, en þeir ganga undir nafninu „Svörtu hrafnarnir". I þeim er rúm fyrir um 10 fanga, en okkur var troðið svo þétt í vagn- inn, að dauður maður hefði jafn- vel ekki getað dottið, enda vorum við 30 talsins í vagninum. Ég var fluttur um ýmsa staði, borgirnar Tashkent, Alma Ata og Novosibirsk. f maílok kom ég svo loks til Potma eftir næstum þriggja mánaða flutninga. Á því svæði eru hinar illræmdu Mordovíufangabúð- ir, um 300 mílum suðaustur af Moskvu. Þarna teygja gaddavírs- girðingar sig um þvert og endilangt svæði, sem er risavaxið. Með vissu millibili getur að líta varðturna. f þeim eru hermenn á verði með lögregluhunda sér til aðstoðar. En
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.