Úrval - 01.01.1970, Page 118

Úrval - 01.01.1970, Page 118
116 ÚRVAL inmannsins skyggði samt ekki á fangabúðaástina. Þar var um að ræða tvenns konar líf. Annars veg- ar frelsið og eiginmann, sem mátti koma í heimsókn einu sinni á ári, en hins vegar fangabúðalífið, bréfin, drauma dag frá degi um raunveru- lega fundi. Það var ógerlegt að. segja hvort lífið var raunverulegt og hvort draumórar. En langflestir fangar lifa samt án nokkurrar ástar, jafnvel bréflegrar. Þar af leiðandi er kynvilla útbreidd, einkum meðal sakamanna. Ungu, ógiftu mennirnir finna sárast til þessa skorts á ástalífi. Og það eru margir ungir menn í fangabúðun- um, því að nú eru fleiri ungir menn handteknir en áður. Margir þeirra hafa lifað ástalífi með unnustum sínum, áður en þeir voru fangelsað- ir. Kona má aðeins koma í heimsókn með því skilyrði, að hún útvegi sér opinbert vottorð, sem staðfestir, að hún hafi lifað með fanganum sem eiginkona væri. Margar stúlkur fara fram á, að þeim sé veitt slíkt vottorð, þótt það sé niðurlægjandi fyrir þær. Eitt sinn kom ein af vinkonum mínum skyndilega í heimsókn. Til allrar hamingju hafði ég ekki brot- ið neinar reglur þá um hríð, og því fékk ég leyfi til þess að eyða þrem dögum í gestaskála. Hvílík heppni! Þrír heilir dagar með konu! En á eftir ákvað ég samt að hætta að skrifast á við hana. Hvers vegna skyldi ég binda líf hennar lífi fanga? Hvers konar hamingja stæði henni svo sem til boða, fyrst hún gat aðeins hitt mig í þrjá daga einu sinni á ári? FRÆG PERSÓNA KEMUR í FANGABÚÐIRNAR Ég átti aðeins eftir 8 mánaða fangavist, þegar ég fór aftur heim í fangabúðir númer 11 eftir dvöl mína á sjúkrahúsinu. Um þessar mundir var mikið rætt okkar á meðal um hin opinberu réttarhöld yfir rithöfundunum Andrei Siny- avsky og Yuri Daniel, en ádeilurit- um þeirra hafði verið, smyglað út úr Rússlandi og þau gefin út er- lendis undir dulnefnum. Flestir í fangabúðunum höfðu álitið, að menn þessir væru alger úrhrök, er fyrstu fréttirnar bárust hingað. Það átti að höfða mál gegn þeim samkvæmt 70. grein rússneskra hegningarlaga, er var túlkuð sem bann við því að gefa út erlendis „andsovézkan áróð- ur og æsingarit“. Við höfðum aldrei heyrt getið um opinber réttarhöld í máli þeirra, er gerðust brotlegir við þessa grein. Því gerðum við ráð fyrir því, að þeir Sinyavsky og Daniel mundu hlýðnir leika þau hlutvark, sem þeim hefðu verið fengið í hendur, og játa á sig, að þeir hefðu unnið samkvæmt skip- unum frá Vesturlöndum, þ.e. að þeir hefðu selt sig fyrir dollara. Við vissum ekki, að um gervallan heim var mikið rætt um handtöku þess- ara manna og að það var af þeim ástæðum, að stjórnin gat ekki brugðið huliðshjálmi yfir málið. Nú voru réttarhöldin um garð gengin. Og hinir ákærðu höfðu ekki játað sekt sína! Þeir játuðu ekki né báðust miskunnar, heldur deildu þeir við dómarana í réttinum og kröfðust tjáningarfrelsis. Þeir Siny- avsky og Daniel höfðu því reynzt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.