Úrval - 01.01.1970, Page 124

Úrval - 01.01.1970, Page 124
122 ÚRVAL heimilisfang fjölskyldna sinna og báðu mig um að líta við hjá þeim og skila kveðjum, ef mér gæfist tæki- færi til slíks. Þeir báðu mig fyrst og fremst um að gleyma ekki þeim, sem eftir urðu í fangabúðunum í Mordoviu, eða þeim, sem enn sitja inni í Vladimirfangelsinu. Yuri Daniel gaf mér bók. Á saur- blaðið hafði hann skrifað þetta ljóð: „Þegar allt kemur til alls, var þetta ekki sem verst. Þú glataðir heyrninni hérna, en þú hefur öðlazt sjónina. Vertu stoltur af því. Það geta ekki allir séð, sem sjónina hafa.“ Klukkan 10 fylgdu nánustu vinir mínir mér til aðalbyggingarinnar. Þar föðmuðumst við og kvöddumst á ný. Ég get alls ekki lýst tilfinn- ingum þeim, sem gripu mig á þessu augnabliki. Öll gleði mín hvarf, og ég fékk kökk í hálsinn. Ég var hræddur um, að ég færi að gráta. „Farðu, Tolya, farðu. Þú missir annars af lestinni!“ Brátt var ég lagður af stað yfir „einskis manns land“. Ég og vinir mínir voru þegar aðskildir af gaddavírsgirðingunni. Ég veifaði enn einu sinni til þeirra og hélt inn í aðalbygginguna. Hurðin lokaðist á eftir mér. Nú mátti ég eiga von á mjög ólíkum skilnaðarkveðjum. Það var farið með mig inn í skrifstofu eina. „Farðu úr öllum fötunum! Beygðu þig nú fram á við! Teygðu fram handleggina!" Eftir að þeir höfðu leitað hvar- vetna á líkama mínum, leituðu þeir í fötum mínum. Þeir skoðuðu hvern saum í skyrtunni minni, nærfötun- um, hverju fati. Svo kom að skoð- uninni á ferðatöskunni og innihaldi hennar. Fangavörður opnaði bók- ina og kom strax auga á Ijóð Yuri. Hann sýndi það strax liðsforingja úr leynilögreglunni. Sá flýtti sér síðan með bókina út úr skrifstof- unni. Skömmu síðar kom Postnikov major inn. Hann var æðsti maður leynilögreglunnar á gervöllu svæði hinna risavöxnu fangabúða í Mor- doviu. Hann las Ijóð Yuri mjög vandlega og sagði síðan skipandi röddu: „Klippið það burt! Klippið alla síðuna úr og fyllið út eyðu- blað,“ Ég bað hann um að útskýra það fyrir mér, hvað væri svo hræði- legt við þetta ljóð. „Að mínu áliti tjáir Daniel skoð- anir sínar í því.“ „En hvaða undirróður felst í þessum skoðunum?" spurði ég. Postnikov svaraði þessu engu. Loksins var ég lagður af stað í áttina að útgöngu dyrunum í fylgd með majornmn. Við. gengum gegn- um nokkrar dyr. Og við hverjar þeirra sýndi majorinn einhver opin- ber skjöl. Síðan var hurðinni lokað á eftir okkur. Svo opnaðist síðasta hurðin ... og svo stóð ég úti á götu. Það var verið að fara með hala- rófu af kvenföngum fram hjá aðal- byggingunni, þegar ég kom út. Ég heyrði ruddaleg hróp og köll vopn- aðra fangavarðanna. Konurnar voru í þungum vinnustígvélum. Þær gengu hægt og drógu á eftir sér fæt- urna. Þær voru í dökkgráum jökk- um og stungnum baðmullarsíðbux- um, sem fóðraðar voru með þykku
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.