Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 13

Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 13
FYRSTI ÞJÓÐGARÐUR HEIMS Í HÆTTU 11 gegnum skóga og yfir fallna trjáboli, yfir fossandi ár og gljúfur. En þremenningunum tókst í rauninni fyrstum manna að rann- saka svæði þetta að nokkru ráði. Það er hægt að ímynda sér hrifn- ingu Charles W. Cooks, þegar hann fann af hreinni tilviljun Stórugjá á Gulsteinasvæðinu, skreytta litum regnbogans. Hún er að vísu minni en Stóragljúfur í Coloradofylki. En hún er samt stórfengleg, 24 mílur á lengd og 1200 fet á dýpt. „Eg var að leita að einum áburð- arklárnum okkar. Eg reikaði út úr skóginum beint fram á brún Stóru- gjár,“ sagði Cook. ,,0g þessi dýr- lega sýn gerði það að verkum, að ég saup hveljur af hrifningu!“ Leiðangursmenn eyddu þessum degi við Gulsteinafossa og svolgruðu í sig „hinn yfirþyrmandi stórfeng- leika og dýrð þessa meistaraverks náttúrunnar." Þeir voru djúpt snortnir og ákváðu að halda upp með Gulsteinaá og reyna að finna upptök hennar. Og þeir fundu þau sannarlega. Þeir fundu glitrandi „innhaf", þ. e. Gulsteinavatn. Er þeir héldu svo í vesturátt, uppgötv- uðu þeir „Stóra-Geysi“ í fullum gangi: „Hnígandi sólin skein á gos- súluna og vatnsgufuna umhverfis hana. Og geislar hennar klæddu alla þessa dýrð í gylltan hjúp . . . Þetta var dásamleg sýn.“ Það er engin furða, að hinir fyrstu landkönnuðir Gulsteinasvæðisins hafi orðið yfir sig hrifnir af upp- götvunum sínum þar og að þeir skyldu ræða það við tjaldbúðabál- ið, hvernig unnt yrði að vernda þetta stórfurðulega svæði til gagns og gleði fyrir alla þjóðina. „Eng- inn okkar stakk upp á því að gera skyldi svæðið að raunverulegum þjóðgarði," sagði Cook síðar. „En við gerðum okkur grein fyrir því, að jafnskjótt og almenningur frétti um dásemdir þessa svæðis, mundu margir flýta sér á vettvang til þess að slá eign sinni á hluta þess.“ Er áhugi almennings á Gulsteina- svæðinu óx nú hröðum skrefum, skipaði Þjóðþingið svo fyrir, að fyrsti opinberi landmælingaflokkur- inn skyldi sendur þangað. Það var árið 1871. Foringi leiðangurs þessa var jarðfræðingurinn Ferdinand V. Hayden. í leiðangrinum var einnig einn af brautryðjendum ljósmynda- tökulistarinnar, William Henry Jackson, sem var mjög athafnasam- ur á þessu sviði. Myndir hans af Gamla Trygg og öðrum dásemdum Gulsteinasvæðisins staðfestu á óyggjandi hátt, að þar var ekki um neinar ýkjur að ræða. Og höfðu myndir þessar geysileg áhrif á Þjóð- þingið . . . Næsta ár setti Þjóðþing- ið lög um stofnun þjóðgarðs á svæði þessu. Nú var Þjóðþingið þannig búið að stofna fyrsta þjóðgarðinn í Bandaríkjunum. En það lá nærri, að það gerði það að verkum með frekara afskiptaleysi sínu, að svæði þetta yrði samt eyðileggingunni að bráð. Nathaniel Langford, sem hafði rannsakað Gulsteinasvæðið, flutti ótal fyrirlestra um það og barðist fyrir því, að það yrði gert að þjóð- garði. Það var því eðiilegt, að hann yrði gerður fyrsti yfirþjóðgarðs- vörður Gulsteinagarðs (reyndar kauplaust). En Þjóðþingið veitti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.