Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 110

Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 110
108 ÚRVAL Hvernig er svona hópsambúð í raun og veru? Hún einkennist af gleði og gamni. Þar ríkir líf og fjör. Umræður eru fjörugar og stöðugar. Á lágum borðum liggja skrýtlu- og myndasagnabækur fyr- ir fullorðna ásamt tveim skáldsög- um, sem hafa geysileg áhrif á ungt menntafólk. Það eru bækurnar „Siddhartha" eftir Herman Hesse og „Stranger in á strange land“ (Okunnur maður í ókunnu landi) eftir Robert Heihlein. Tónlist er mjög þýðingarmikil í kommúnu og skipar heiðurssess. Það væri ómögu legt að reka kommúnu án plötu- spilara. Þarna er líka trumba af afrískri gerð. Þær beztu eru búnar til úr gömlum soyabaunatunnum frá Hong Kong. í þessu húsi er marijuana eins venjuleg neyzluvara og brauð. LSD er ekki lengur notað neitt að ráði, og íbúarnir álíta heroin of hættu- legt til þess, að það megi nota þar. „Æg var áður mjög háð heroini", játar ljóshærð stúlka fyrir mér, ,,en ég varð dauðhrædd við það, og ég sneri mér frá því“. Hver sefur hjá hverjum? Eldra fólk virðist alltaf hafa miklu meiri áhuga á þessum hætti kommúnu- lífsins en unga fólkið. Ein stúlka svarar þessari spurningu einfald- lega með þessum orðum: „Margar okkar hafa mök við pilta af því að við elskum þá. Sumar gera það vegna þess aS það er hagkvæmt og vegna þess að það er svo gaman að hafa karlmenn á heimilinu. Þetta er ekki lengur neitt aðalatriði, og geti maður náð saman góðum hóp til þess að búa í kommúnunni, þá getur slíkt orðið manni stórkostleg skapandi lífsreynsla“. Einn piltur- inn hefur þessu við að bæta: „Þegar foreldrar manns heyra fyrst, að maður búi í kommúnu, verða þeir alveg „ga-ga“. Foreldrar piltanna gera oft meira veður út af þessu en foreldrar stúlknanna. En hvað geta þeir svo sem gert í rnálinu"? Hvernig hefur svona geysilega breytt viðhorf til háskólalífsins eig- inlega skapazt? Á undanförnum ár- um hafa stúdentar krafizt þess, að háskólarektorar ættu að hætta að gegna hlutverki foreldra. Og þjóð- félagið hefur einnig að miklu leyti samþykkt þá breytingu. „Það er ekki lengur hluti af ábyrgð okkar að hafa eftirlit með því, hvar stú- dína sefur eða hjá hverjum". Oft gefa háskólaembættismenn slíka yf- irlýsingu og halda því fram, að þetta sé hin nýja viðurkennda regla. I mörgum háskólum er stúdentum leyft að fá stúlkur í heimsókn á herbergi sín á hvaða tíma sólar- hringsins sem er. Og stúlkur mega fá pilta í heimsókn á herbergi sín jafnvel á þeim stúdentagörðum, þar sem reglurnar eru strangastar. Það er vafasamt, að nokkrir hinna stóru háskóla gætu snúið þessari þróun við og tekið aftur upp fyrri reglur. Þetta er orðinn einn þáttur hinna nýju lífshátta. Af þeim 17 íbúum, sem búa í kommúnuhúsinu í Eskistræti, eru aðeins 12 skráðir nemendur háskól- ans. Tveim hefur verið skipað af dómstólum að stíga ekki fæti sínum á háskólalóðina vegna fyrri mis- gerða. Þrír aðrir hafa átt í útistöð- um við lögregluna. Enginn hinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.