Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 81

Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 81
HINN NÝI SHERLOCK HÖLMES 79 um úr acrylicefni, sem hægt var að sýna fram á, að tilheyrt höfðu frú Durand-Deacon. í geymsluherbergi Haighs fann lögreglan skammbyssu með .38 hlaupvídd, og vantaði í hana eitt skot. Og síðan fannst skartgripasali, sem hafði keypt suma af skartgripum frúarinnar af Haigh nokkrum dögum eftir hvarf hennar. Þetta voru næg sönnunar- gögn. Haigh var ákærður, yfir- heyrður, dæmdur og hengdur. Lögreglustarfsmaður einn, sem var óvanur starfsháttum dr. Simp- sons, sagði síðar við hann: „Hvílík heppni það var, að þessir gallstein- ar skyldu finnast! Það varð til þess að leysa málið.“ Læknirinn svar- aði þá hinn rólegasti: „Ja, ég var nú reyndar að leita að þeim. Kon- ur á hennar aldri, er lifa slíku sældarlífi sem hún, hafa oft gall- steina. Og þeir þola sýru, þar eð þeir eru þaktir fituefni. Sé maður að leita að þeim, þá kemur maður fljótt auga á þá, ef þeir eru ein- hvers staðar nálægt." „SPEKINGURINN VIÐ GUYSSJÚKRAHÚSIГ Cedric Keith Simpson er ráðgef- andi meinafræðingur í þjónustu Scotland Yardrannsóknarlögregl- unnar, höfundur sjö bóka, prófessor í réttarlæknisfræði við Guyssjúkra- húsið á vegum Lundúnaháskóla og fyrirlesari við Oxfordháskólann. Hann er Sherlock Holmes 20. ald- arinnar. Hann er ekki leynilög- reglu- eða rannsóknarlögreglumað- ur í hinum strangasta skilningi þess orðs, heldur meinafræðingur í rétt- arlæknisfræði, sérfræðingur sem er geysisnjall, hvað snertir skoðun sára, líka og vefja, sem framkvæmd er í þeim tilgangi að ákvarða dán- arorsök og dánarstund og hvernig dauða hafi borið að höndum. Hann nær hinum mikla árangri með því að grannskoða allt af geysilegri ná- kvæmni, notfæra sér sína ótrúlegu þekkingu og draga síðan hárréttar ályktanir, sem eru stundum svo snjallar, að það er sem um yfirskil- vitlega skynjun sé að ræða. Dr. Milton Helperns, hinn frægi réttaryfirlæknir og líkskoðunarsér- fræðingur í New Yorkborg, mælti þessi orð við mig: „Hinn menntaði og fróði mannshugur, sem getur skoðað greint, tekið eftir, tengt sam- an og brugðizt rétt við, er stórkost- legasta tölvan, sem til er. Keith Simpson tengir alltaf rétt saman og sýnir rétt viðbragð hverju sinni.“ Eitt sinn var hringt í Simpson frá bæ einum á ströndinni. Þar hafði fundizt lík af karlmanni, sem rek- ið hafði á land. Utan um það hafði verið rækiléga reyrt heilmörgum snærum. „Þetta lítur út sem morð,“ sagði lögregluþjónninn við Simpson í símanum. Simpson flýtti sér á vettvang og skoðaði líkið og roms- aði jafnóðum upp úr sér ýmsum upplýsingum, sem ritari hans skráði samstundis á blað. „Maður um fer- tugt, vel hærður, engin ytri meiðsli sýnileg, er með hörundsflúr, lík- lega sjómaður. Við munum vita meira um þetta, eftir að líkskoðun og krufning hefur farið fram. Ef mér skjátlast ekki herfilega, er hér um sjálfsmorð að ræða, en ekki morð.“ „Ómögulegt!" sagði yfirlögreglu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.