Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 14

Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 14
12 ÚRVAL honum hvorki fé né lagalega að- stoð til þess að vernda þessar 2,3 milljón ekrur fyrir skaðlegum ágangi manna. Því var Gulsteina- svæðið alveg óvarið fyrir skemmd- arverkum, veiðiþjófnaði og alls kyns annarri eyðileggingu, sem varð brátt alveg skammarlega of- boðsleg. Gráðugir garðgestir æddu þar um með skóflur og exir, námu burt sýnishorn alls kyns málma og jarðfræðilegra furðuverka, jafnvel heilu vagnhlössin. Aðrir reyndu að tryggja sér umráðarétt yfir beztu svæðunum í garðinum í gróðaskyni, reyndu að fá leyfi til þess að leggja þar járnbrautir, leggja skeiðvelli og jafnvel girða helztu goshverina af. Þar var einnig um ólöglegt skóg- arhögg og búfjárbeit að ræða. Og hið ömurlegasta af öllu saman var, að það lá við, að vísundahjarðirn- ar, sem þar voru fyrir, yrðu alveg þurrkaðar út. Arið 1886 var svo komið, að þessi skefjalausa eyðilegging neyddi inn- anríkisráðherrann til þess að fara fram á það, að bandariskt herlið yrði sent á vettvang til verndar þjóðgarðinum. Sveit úr 1. riddara- liðinu var send til Gulsteinagarðs. Hún kom þar á strangri herstjórn, verndaði dýralíf garðsins, stofnaði þar stjórnstöð og reisti þar ýmsar byggingar og lagði vegakerfi um garðinn. Árið 1916 fékk herinn svo hinni nýstofnuðu Þjóðgarðaþjón- ustu starf .þetta í hendur eftir að hafa gegnt því í 30 ár. Og þannig var þjóðgarðinum bjargað. Eða hefur reyndin orðið sú? Nei, hið ótrúlega hefur gerzt, að Gulsteinagarður virðist nú hafa við mörg þessara gömlu vandamála að stríða enn þann dag í dag. Þegar straumur sumargestanna er sem mestur, er svæðið krökkt af gestum, sem fylla þar öll tjaldbúða- svæði, öll gistihús og bílagistihús og lenda oft í alls konar slysum og óhöppum. „Margt fólk vill geta heimsótt garðinn við svipaðar að- stæður og það væri að fara út á næsta götuhorn," segir Anderson yfirþjóðgarðsvörður. „Og því höfð- um við hér alls konar vandamál við að stríða, svo sem mikla um- ferð, mengun og furðulega aukn- ingu rána og jafnvel eiturlyf nú upp á síðkastið.“ Hinir aðþrengdu þjóðgarðsverðir eyða nú miklum hluta tíma síns í löggæzlustörf. Og þegar þeir eru ekki að leika lögregluþjóna, eru þeir að stumra yfir fórnardýrum, sem birnir hafa sært, að bjarga týndum fjallgöngu- mönnum með hjálp þyrla og reyna að koma í veg fyrir, að hinir allra forvitnustu lendi ofan í heitum upp- sprettum og hverum, sem geta orð- ið 93.3° heitir á Celsius. (f júní í fyrra datt 9 ára gamall drengur frá Virginíufylki niður í heitan hver og brenndist til bana næstum taf- arlaust). Og ekki lagast ástandið við það, að nú er Gulsteinagarður einnig orðinn eftirsóttur staður að vetrinum. Veturinn 1969—1970 komu þangað samtals 21.000 gestir. Og margir þeirra rufu kyrrðina á hinn fruntalegasta hátt með hávær- um snjóbílum. Þessi ásókn fólks á Gulsteina- svæðið, sem hefur oft alvarlegar af- leiðingar í för með sér, hefur neytt garðyfirvöldin til þess að horfast í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.