Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 83

Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 83
HINN NÝI SHERLOCK HOLMES 81 upp þann úrskurð, að Loughans væri saklaus. En tuttugu árum síðar endurtók Loughans fyrri játningu sína. Þá var hann þungt haldinn af krabba- meini og naut verndar lagagreinar, sem kveður svo á um, að ekki sé hægt að stefna þeim manni aftur fyrir dómstólana, sem sýknaður hefur verið af morðákæru. ,,Ég vil játa, að ég gerði þetta,“ sagði hann. „Ég drap konuna í bjórstofunni í Portsmouth." Þetta var sannarlega uppreisn fyrir Simpson og snilligáfu hans. Síðan hefur aldrei sannazt, að hann hafi haft á röngu að standa í nokkru morðmáli. KIRSUBERJABLEIKT Prófessor Simpson er nú 63 ára að aldri og á geysilega annríkt. Hann flytur fyrirlestra, framkvæm- ir allt að sex líkskoðunum daglega, ber vitni í réttarhöldum, og samt finnur hann alltaf einhverja stund aflögu fyrir ritstörf. Meðal bóka hans má nefna kennslubók í réttar- læknisfræði, ritgerð um það, hvern- ig lækni beri að koma fram og hegða sér í réttarsal, og bækur, sem hafa að geyma frásagnir af málum, sem hann hefur átt drjúgan þátt í að leysa (skrifaðar undir dulnefni). Ein vinsælasta þeirra er „Portú- gölsku hörpudiskarnir“ (The Case of the Portuguese Clams“). Árið 1959 fór tannskurðlæknir einn í Bretlandi til útlanda með fjölskyldu sinni í sumarleyfinu. Skömmu eftir að þau komu á bíla- gistihús eitt nálægt Lissabon í Portúgal, snæddu þau máltíð. Þau fengu hörpudiska og kálfakjöt. Næsta morgun fundust hjónin lát- in, en tvö ung börn þeirra kjökr- andi í herberginu við hliðina. Merki sáust um uppköst, og portúgölsku yfirvöldin gerðu því ráð fyrir, að þau hefðu dáið af því að borða skemmda hörpudiska. Tannskurðlæknirinn hafði tekið sérstaka slysatryggingu, sem hljóð- aði upp á 10.000 sterlingspund, en hún tók ekki til slíkra „sjúkdóma" sem matareitrunar. Og því fékk dr. Simpson áhuga á málinu. Scotland Yard fór fram á að mega skoða líkin, en portúgölsku yfirvöldin höfnuðu því. Þrem vikum síðar var úrskurðað, að málið væri endanlega afgreitt. Og líkin voru þá flutt flug- leiðis til Englands til greftrunar, en að vísu án allra helztu innri líf- færa, sem tekin höfðu verið burt til rannsóknar við líkkrufninguna. Simpson tók eftir því, að bæði líkin höfðu einkennilegan litarhátt. Simpson tók lítið sýni af vöðva- vökva úr fótum þeirra. Hann hafði að geyma kolefniseining, eins og hann hafði grunað. „Var vatnshitari í baðherberginu þeirra í bílagistihúsinu?" spurði hann rannsóknarlögreglumann, sem hafði farið til Portúgal í kyrrþey til rannsóknar málsins. Hann sagði, að svo hefði verið. Simpson skýrði frá því, hvernig hann héldi, að dauða hjónanna hefði borið að höndum. Læknirinn og kona hans höfðu verið að búa sig undir að fara í rúmið. Konan hafði ætlað að fara í bað, og því hefði hún skrúfað frá vatnshitaran- um. Loftræstingin var ekki góð, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.