Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 20

Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 20
18 ust, eftir að við værum lagðir af stað upp hamarinn. 15. október. Við lögðum af stað í hamraklifið og komumst í 150 feta hæð. En næsta dag byrjaði að rigna. Þar eð við vorum komnir svo stutt upp, ákváðum við að snúa við og bíða þess á jafnsléttu að það stytti upp. Rigningin hélt áfram í heila viku. 23. október. Við lögðum aftur af stað upp hamarinn um hádegisleyt- ið, ákveðnir í að snúa ekki við, en halda áfram, þangað til upp væri komið. Það skall á stormur um nótt- ina, en það var orðið heiðskírt í dögun laugardagsins 24. október. Við klifruðum eins hratt og við gátum. En við lögðum ekki að baki nema 80 fet þennan dag, vegna þess að hamarinn. var sprungulaus og slútti fram yfir sig. 25. október. Skýjað og kalt, en mér leið vel, og mér tókst að klifra alla leið til enda kaðalsins, en það voru um 150 fet. Við héldum svo kyrru fyrir um nóttina í 300 feta hæð. 26. október. Nú var röðin komin að Warren til þess að klifra á und- an. Ég átti að vera á eftir og halda í endann á kaðlinum og vera til taks að draga úr falli hans með hjálp kaðalsins, ef hann hrapaði. Warren tókst aðeins að komast 60 fet upp þennan dag. Var það aðal- lega vegna þess, að hamarinn slútti svo mikið fram yfir sig. Við héld- um aftur til sama staðar og við höfðum eytt aðfaranótt sunnudags- ins á. Það var myrkur í 12 tíma sam- fleytt að næturlagi, en við höfðum ÚRVAL nóg að gera. Við urðum að reka aukafestingarhæla í bergið til þess að hengja hengirúmin okkar á. Og svo urðum við að draga upp fimm poka af útbúnaði og birgðum, sem við höfðum meðferðis. Svo skrið- um við upp í hengirúmin, klædd- um okkur í peysur og mjökuðum okkur í svefnpokana, hangandi ut- an á hamraveggnum eins og leður- blökur .Okkur tókst að ljúka þessu öllu á einni klukkustund með því að vinna stöðugt. Svo borðuðum við kvöldmatinn ósköp hægt og rólega. Það tók okkur tvo tíma. Svo dreyptum við stundum á koníaki í klukkutíma í viðbót og röbbuðum svolítið saman. Við sváfum vel, ef hamarinn slútti fram yfir sig eða var þverhníptur, þannig að hengi- rúmin héngu frjáls án þess að snerta hamravegginn. En það var óþægi- legra að sofa, ef veggurinn hallað- ist út á við niður í móti og hengi- rúmin lágu utan á honum. 27. október. Warren tókst að klifra alveg að enda kaðalsins fyrir há- degi með því að notfæra sér þokka- legar sprungur, sem voru þarna á veggnum. Okkur fannst þetta vera fyrsti dagurinn, sem við höfðum af- rekað nokkuð. En næsta morgun lenti Warren strax í vandræðum, þegar hann kom að sprungu, sem var of víð fyrir festingarhælana. Eina leiðin til þess að klifra á þess- um kafla var að festa tvo eða stund- um jafnvel þrjá af stærstu festing- arhælunum hlið við hlið, svo að þeir fylltu út í sprunguna. En slíkt er ekki örugg klifuraðferð. Sprungan hallaðist út á hlið, þang- að til hann var farinn að klifra í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.