Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 109

Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 109
HVAÐ GERÐIST í KENT STATE? 107 fer um miðbæinn í hópum, vekur það skelfingu hinna afturhaldssam- ari og kyrrlátari borgara, sem álíta þetta fólk vera tákn byltingarinn- ar. Og það er það líka á vissan hátt. Hvernig áhrif höfðu lífshættir hinna ungu á bæjarbúa í Kent? Hús eitt við götu, sem við skulum kalla Eskistræti og íbúar þess og lífs- hættir þeirra, eru einkennandi fyr- ir þetta vandamál og viðhorf hinna eldri bæjarbúa í Kent. Það er að vísu ekki til slík gata í Kent, en hús þetta er samt til. í því bjó eitt sinn iðin miðstéttarfjölskylda, sem leigði stúdentum við Kentfylkishá- skólann tvö herbergi á fyrstu ár- um skólans. Svo þegar stúdentum fjölgaði við skólann, þá var slík eftirspurn eftir leiguherbergjum í húsum nálægt háskólalóðinni, að það borgaði sig að leigja stúdent- um allt húsið. ,,Það var upphaf vít- is“, segir húseigandinn dapurlega. Það er erfitt að finna orð, sem lýsir þessu húsi réttilega og því lífi, sem þar er lifað. Þetta er að- setur kommúnu, en þó ekki í þeim skilningi, að þar sé um að ræða þaulskipulagðan hóp með sameig- inleg fjármál. Það má fremur segja, að þar sé verið að gera tilraun með hópsambúð. Hið fyrsta, sem maður kemur auga á innanhúss, þegar maður kemur inn um framdyrnar, er risa- vaxinn bandarískur fáni. Hann væri nógu stór fyrir skýja'kljúf eða or- ustuskip. Hann hangir niður úr lofti og er notaður til þess að skipta stofum í tvö herbergi. Uppi á lofti er innangengt á milli herbergja, svo að það er erfitt að segja til um, hvar hver sefur. Veggirnir eru skreyttir stórum myndum af Mur- chisonfossunum í Afríku, Che Gue- vara í einkennisbúningi og gamla gamanleikaranum W. C. Fields að spila póker. Hver býr hérna? Tíu ungir menn og sjö stúlkur. Tvennt er gift, en samt búa makar þeirra ekki í þessu húsi. Einn af ungu mönnunum er háskólaprófessor, sem hefur yfir- gefið konu og býr þarna með einni af stúdínunum, sem hann kennir. íbúarnir eru kynntir fyrir manni sem Joe, Edith, Christine, Si eða Carol. (Ættarnöfn eru aldrei not- uð). Hver stendur straum af hvaða kostnaðarliðum? Sérhver meðlim- ur kommúnunnar leggur eins mikið af mörkum og hann hefur efni á í húsaleigusjóð af styrk þeim, sem hann hefur að heiman. Það eru haldnir búreikningar yfir matvæli og annan kostnað við heimilishald- ið, og íbúarnir eru svo látnir greiða sinn skerf. Og lífið, hefur svo svip- aðan gang og það hefði á heimili, sem einkennist af vingjarnleika og alúð, en líka einnig af skipulags- leysi. Það eru ýmsar útgáfur af hreinlætinu þarna. Ef nokkrar stúlkur eru í kommúninni, semvilja hafa allt snyrtilegt, þá er allt í röð og reglu í húsinu. En yfirleitt eru samt meiri líkur til þess, að þar sé allt á öðrum endanum. Maturinn er góður og mikil áherzla lögð á heilsusamlega fæðu. Annað er að segia um matmálstímana. Morgun- verðurinn er um hádegið og kvöld- verðurinn um miðnættið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.