Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 100

Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 100
98 ÚRVAL miklu lengra en þaS hafði verið árið á undan. Þetta var hlýtt vorkvöld, og margar stúdínurnar voru í mini- pilsum. Þær flögruðu frá einni krá til annarrar og röbbuðu og göntuð- ust við stráka, sem þær þekktu. Þær drukku lítið, og hegðuðu sér vel. Og við rétt lýsingarskilyrði gátu þær orðið sérstaklega falleg- ar í sínum unga og eðlilega fersk- leika. í fyrstu virtist ekkert óvenjulegt á seyði þetta kvöld að undantek- inni þeirri staðreynd, að það voru mun fleiri á ferli þarna en venju- lega. Eftir því sem leið á kvöldið, jókst hávaðinn og varð meiri en venjulega. Fyrstu merki þess, að vandræði væru í aðsigi, sáust um stundarfjórðungi yfir níu, þegar Joe Bujack, eigandi J.B.-vínstúkunnar, sá stúlku og nokkra pilta með rauða borða um handlegginn koma gang- andi eftir gangstéttinni. Joe þekkti stúlku þessa vel. Hann hafði ætlað að halda henni eftir með valdi kvöldið á undan og láta lögregluna taka hana fasta, þegar hún hafði reynt að mála klámorð framan á framhlið hússins með málningu úr sprautudós. En henni hafði tekizt að sleppa, áður en lögreglan kom á vettvang. Hún var augsýnilega leiðtogi þessa flokks rauðbandsliða, sem komu nú arkandi eftir gang- stéttinni. Og Joe fylgdist vandlega með henni. Hún var grönn og lág- vaxin, og hið stríða hár hennar var greitt í fléttur. Svo gekk hann að símanum og hringdi á lögregl- una. Einn maður úr lögregluliði bæj- arins var þegar kominn á vettvang í Nyrðra-Vatnsstræti. Það var Ro- bert De Fluiter götulögregluþjónn, sem hafði aukastarf á kvöldin sem eftirlitsmaður fyrir nokkra krár- eigendur í strætinu. Hann var líka farinn að fylgjast með hóp þess- um. „Ég held, að þau hafi verið um 20 talsins", sagði hann. „Ég hafði aldrei séð þau áður. Þau héldu sig aðallega þar, sem skugga bar á. Einn veifaði Vietcongfána, og öðru hverju hrópuðu þau í kór: „Hó, hó, hó, Hó Chi Minh“! Og þegar lögreglubifreiðir fóru þar fram hjá, æptu þau „Svín, snautið burt úr bænum“! Einn af eldri nemendum háskól- ans, sem var einn af fastagestunum í vínkrá J.B., staðfestir, að fram- burður De Fluiters sé réttur. Hann hefur þetta að segja: „Það eru tvær gerðir af leiðtogum meðal háskóla- stúdentanna, annars vegar þeir, sem eru virkir í stúdentafélaginu, og hins vegar þeir, sem hafa sig aðallega í frammi niðri í bæ. Það eru í rauninni stúdentaforingjarnir, sem eru virkir í stúdentafélaginu, sem stjórna mótmælunum. En þetta föstudagskvöld voru um 25—50 þeirra samt þar niðri frá og hvöttu stúdentana til dáða“. Skyndilega gerðist alveg sérstæð- ur atburður fyrir utan vínstúkurn- ar. Einhver byrjaði að kasta púður- kerlingum og kínverjum á götunni, og það kváðu við sprengingar hver á fætur annarri, eins og hafin hefði verið stórskotahríð. „Ég hélt, að þetta væri raunveruleg skothrið", segir einn stúdentanna. Sprenging- ar þessar æstu mannfjöldann, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.