Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 30

Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 30
23 ÚRVAL barnsins. í rauninni hefur léleg sjón litil bein áhrif á námsgetu í mót- setningu við heyrnina. En hún get- ur dregið úr lestrargetu, skapað andúð á skólavinnu og dregið úr námslöngun. Nú er aðaláherzla einnig lögð á sem skjótasta hjálp, hvað sjóngalla snertir. Nú er hægt að fjarlægja meðfædd augnvögl úr ungbörnum, áður en þau hafa náð eins árs aldri. Uppskurður á augum rangeygðra barna hefur gefið bezta raun, sé hann gerður á fyrstu 6 mánuðunum eftir fæðingu þeirra. Fleiri smábörn ganga nú með gleraugu en áður eða með augnbót fyrir því auganu, sem hefur betri sjón, svo að unnt reynist bannig að bjarga sjóninni á veikbyggðara auganu. Þegar barn- inu berast tvær ólíkar sjónmyndir til heilans, lærist því fljótt að úti- loka óskýrari sjónmyndina. Þá get- ur þróazt hjá því „amhlyopia“, þ. e. sjónleti, en slíkur galli lýsir sér í því, að heilinn sýnir ekki lengur viðbrögð gagnvart sjónmynd frá veikbyggðara auganu og það verður í rauninni blint. ÓSKÝR OG RUGLINGSLEG BOÐ Vandleystara og óljósara vanda- mál þróast, þegar sjón og heyrn barnsins er eðlileg, en boðin, sem ná til heila þess, virðist samt óskýr og ruglingsleg. Heill nýr flokkur „sérstakra orsaka námsörðugleika" (þ. e. skertrar námsgetu) hefur ver- ið uppgötvaður á undanfarandi ár- um, oft og tíðum jafnvel hjá greind- um börnum. 10—15% allra barna hafa við einhverja slíka örðugleika að stríða í einhverjum mæli. Þegar þessi börn komast á skólaaldur og reyna að lesa, eiga þau við mjög mikla örðugleika að stríða, og eru þeir kallaðir „lesblinda“ einu nafni. En það má sjá merki slíkra trufl- ana, löngu áður en skólaganga hefst. Þar er um að ræða óljós og rugl- ingsleg viðbrögð barnsins við því, sem það heyrir eða sér, eða lélegt samræmi taugaboða og hreyfingar, þ. e. léleg tengsl. Þegar slíkt barn teiknar mann, setur það kannske handleggi þar sem fætur eiga að vera. Það ruglar stundum saman hægri og vinstri eða hugtökunum ,,upp“ og ,,niður“. Það getur líka verið óvenjulega klaufalegt, er það bindur skóreimar, sippar eða slær. bolta. Seinna mun það eiga erfitt með að greina á milli vissra stafa og orða, líkt og „b“ og „d“ eða orð- anna „was“ og ,,saw“. Það er lítið vitað um það, hvað veldur „les- blindu", nema hún er í sumum til- fellum arfgeng og virðist algengari meðal drengja en stúlkna. Það er enn óskaplega erfitt að fá hjálp handa slíkum börnum. Dr. Mark N. Ozer við læknadeild Ge- orge Washingtonháskólans og barna- sjúkrahús Columbíuhéraðs (þ. e. höfuðborgarinnar Washington og næsta nágrenni hennar), er að vinna að gerð 15 mínútna prófs, sem nota á við venjulega læknisskoðun barna, sem eru ekki enn farin að ganga í skóla, þ. e. 4—5 ára. Prófunin bein- ist bæði að viðbrögðum barnsins og námsaðferðum. Getur barnið sýnt rétt viðbrögð við tvíþættum fyrir- skipunum? Getur barnið sýnt það með lokuð augu. hvar prófandinn snerti það? Á það auðveldara með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.