Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 51

Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 51
MEGINLÖNDIN ERU Á REKI JARÐSAGA FÓLGIN í BORKJÖRNUM En þeir þurftu að vita nákvæm- lega um atburðaröðina til þess að geta sagt til um jarðfræðilega sögu plánetu okkar með öryggi. Og þess- ar upplýsingar gátu þeir aðeins fengið með því að bora niður í út- hafsbotnana og taka þaðan sýni af setefnum og grjóti úr jarðskorp- unni og ákvarða efnainnihaldið og ald.ur þess. Fimm bandarískar stofn- anir hafa sameinazt um framkvæmd snjallra vísindalegra tilrauna undir forystu Scripps- haffræðistofnunar- innar í Kaliforníu. Þessar tilraunir er verið að framkvæma um borð í ;,Glomar Challenger“, einu furðu- legasta skipi, sem sett hefur verið á flot. Á miðju skipinu er 142 feta hár olíuborturn, og 20 feta breitt gat er á skipinu beint undir bor- turninum. Gengur það alveg í gegn- um skipið. Og niður um þett.a gat eru margra mílna löng borrör látin síga niður á hafsbotn. Þau eru auð- vitað samsett úr mörgum bútum. Þar eð það er þýðingarlaust að’nota akkeri á hinu mikla dýpi, sem bor- að er á, er skipinu haldið á réttum stað yfir borstaðnum með hjálp tveggja skipsskrúfa, sem eru aftan á skipinu, og samtals fjögurra „ýti- tækja“, sem eru utan á skipshliðun- um nálægt stefni og skut og gera það mögulegt að hreyfa skipið til hliðar, þegar nauðsyn krefur. Þess- um „ýtitækjum“ stjórna tölvur, og með hjálp hljóðmerkjatækja, sem komið er fyrir á hafsbotninum, geta tæki þessi haldið skipinu svo ná- lægt borstaðnum, jafnvel í miklum 4ð ósjó, að aldrei skeikar um meira en 40 fetum. Fyrst var því þannig farið, að þegar boroddurinn slitnaði, varð að hætta á þeim borstað. En nú hefur verið ráðin bót á því, svo að slíkt er ekki nauðsynlegt lengur. Á hafs- botninum er komið fyrir nýupp- fundnum neðansjávartækjum og vélum og geysistórri „málmtrekt". Hægt er að draga upp rörin, skrúfa nýjan odd á borendann og koma bornum aftur í sömu holuna, sem er aðeins 10 þumlungar í þvermál, þótt margar mílur séu niður á hafs- botn, og halda svo áfram að bora í sömu holu! Þessu ótrúlega afreki hefur verið líkt við, að staðið væri efst uppi í Empire State-bygging- unni í New Yorkborg og 1250 feta langt sogstrá væri látið síga niður í gosdrykkjaflösku á gangstéttinni fyrir neðan . . . í miklu roki. „Glomar Challenger“ hefur siglt fram og aftur um úthöfin frá því í ágúst 1968, og vísindamennirnir um borð hafa nú þegar borað 250 hol- ur í hafsbotnana, og náði sú dýpsta 3334 fet niður. Og þannig hafa þeir náð borkjörnum af leðju og grjóti, sem hefur reynzt vera allt að 160 milljón ára gamalt. Þegar borkjarn- inn er kominn upp á þilfar, er hann bútaður sundur í 5 feta lengjur og fluttur í velútbúnar rannsóknar- stofur um borð. Þar er hann ljós- myndaður, röntgenmyndaður, geislavirkni hans er mæld og aldur hans greindur, áður en um hann er búið í plastumbúðum og hann send- ur til frystigeymsla í Bandaríkjun- um til frekari rannsókna. Það ríkir alltaf geysileg spenna, þegar náð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.