Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 29

Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 29
27 nýfædd börn látin hlusta á háan rafeindatækjatón. Ef barnið deplar augunum, hreyfir höfuðið, sperrir fæturna eða sýnir einhver önnur viðbrögð, þá er heyrn þess úrskurð- uð alveg eðlileg. En sýni barnið engin viðbrögð, er það skoðað og prófað af heyrnarsérfræðingum. Meðhöndlun hefst líka næstum tafarlaust eftir fæðingu. Frú Downs hefur komizt að raun um, að korna- börn, jafnvel aðeins sex vikna göm- ul, geta notfært sér heyrnartæki. Og það hefur komið skýrt fram, að því fyrr sem þau byrja á því þeim mun betra. Ef barnið getur ekki heyrt eigin rödd fyrsta æviárið, getur það síðar átt við varanlega tal- og málörðugleika að stríða. Það eru samt ekki talfærin og hinn líkamlegi þáttur málsins, sem sér- fræðingarnir hafa mestar áhyggjur af, því að heyrnarlausum börn- um hefur verið kennt að segja orð, eftir að þau eru komin nokkuð á legg, heldur eru það hin glötuðu tækifæri til þess að skilja málið að fullu með hinum afstæðu merking- um þess og hinum fjölbreytilega merkingarmun, en allt slíkt er svo nátengt greindarþroskanum. Frú Downs bendir stolt á dæmið um Janice litlu og önnur slík dæmi máli sínu til sönnunar. Janice er lítil telpa, sem fæddist með alvar- lega skerta heyrn. En til allrar ham- ingju fannst þessi heyrnargalli strax sama daginn og hún fæddist. Fyrir nokkrum árum hefði Janice verið flokkuð sem „heyrnarlaus“, og fólk hefði þá fljótlega bætt við „og heimsk“. En sjúkdómsgreining Jan- ice og ráðleggingar sérfræðinga um rétta meðhöndlun gerbreyttu fram- tíðarhorfum hennar. Hún fékk öfl- ugt heyrnartæki. Móður hennar var kennt, hvernig hún ætti að veita henni aukalega talhvatningu með ýmsum æfingum, sem stuðluðu að því að auka skilning hennar á hljóð- um og máli. Talkennari byrjaði svo að æfa hana, þegar hún var aðeins 9 mánaða gömul. Og brátt lærðist Janice að skilja mikið af því, sem sagt var við hana. Og svo byrjaði hún að tala. Nú er hún hálfs þriðja árs og á góðri leið með að taka eðlilegan þátt í lífi umhverfis síns og eiga eðlileg samskipti við aðra. Þeir sérfræðingar, sem vinna að slíkum rannsóknum og tilraunum, vona, að heyrnarprófanir á ung- börnum verði viðurtekin venja í öllum sjúkrahúsum. Verið er að leita nýrra skoðunar- og prófunar- aðferða, svo að unnt reynist að finna jafnvel minni háttar skynjun- argalla hjá kornabörnum. Sam- kvæmt einu slíku kerfi fá ailir ný- ir foreldrar spurningalista, sem þeir eiga að fvlla út, og fjalla spurning- arnar um ýmislegt, er snertir beit- ingu skynfæra. Sem dæmi mætti nefna: „Frá fæðingu til tveggja vikna: Verður barninu ykkar bilt við, þegar það heyrir snöggan há- vaða? Hættir það snöggvast að sjúga, þegar þið byrjið að tala? Frá 2—6 mánaða: Beinir það augnaráð- inu í átt til þess, sem talar?“ Margir vanmeta það, hversu miög greind barnsins er komin undir góðri heyrn. En því er þveröfugt farið, hvað sjónina snertir. Mörgum hættir til þess að kenna slæmri sjón um allt það, sem aflaga fer í námi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.