Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 102

Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 102
100 ÚRVAL nóg íyrir mig“, sagði hann við föð- ur sinn. Satrom bæjarstjóri var því í þungum þönkum um þessi vanda- mál, er hann ók í norður í áttina til Treadweyhótelsins, en þar átti að halda samkomuna. Það fór allt vel fram á fundinum, og.að kvöldverði loknum fóru stjórnmálamenni'rnir að leika póker í herbergjunum á bak við borðsalinn. Satrom kunni vel við sig í þessum félagsskap. Þeir höfðu leikið í rúman klukkutíma, þegar hringt var frá lögreglustöð inni í Kent. „Götuóeirðir, bæjar- stjóri“, sagði varðstjórinn í símann. „Já, í Vatnsstræti. . . . mjög slæm- ar“. Satrom spurði, hvort hans væri kannske þörf þar. Varðstjórinn svaraði: „Já, svo sannarlega". „Ég skal koma“, svaraði Satrom þá. Þegar Satrom kom til Kent, reyndi hann að aka inn í Nyrðra- Vatnsstræti. En það var ómögulegt. Akbrautin var troðfull af stúdent- um, og þar logaði myndarlegt bál á miðri götunni. Hann ók aftur á bak út úr strætinu og ók síðan eft- ir hliðargötum til skrifstofu sinn- ar. „Starfsmenn mínir höfðu þegar hringt til skrifstofu lögreglustjór- ans í Ravenna og beðið um hjálp“, segir hann. „Við ákváðum að fá líka lögregluþjóna frá næstu bæjum til þess að styrkja lögreglulið okkar, en í því er aðeins 21 maður. En ég gerði mér grein fyrir því, að ég yrði líka að fara fram á aðstoð frá æðri stöðum". Með slíkt í huga hringdi Satrom til skrifstofu James H. Rhodes fylk- isstjóra í Columbus. Hann talaði við John McElroy, einn helzta að- stoðarmann fylkisstjórans, og skýrði honum frá því, að lögreglu- liðið í Kent kynni að þurfa á að- stoð Þjóðvarðliðsins að halda. Svo leitaði hann í skriíborði sínu að plagginu, sem hann þurfti til þess að geta leitað slíkrar aðstoðar á löglegan hátt, þ.e. lagalega heimild bæjarstjóra til þess að lýsa yíir neyðarástandi. . . . Með plagg þetta í hendi hljóp hann niður og stökk upp í lögreglubifreið, sem beið þar. „Farið með mig til Nyrðra-Vatns- strætis"! skipaði hann. Hann gat heyrt brothljóð í gleri og öskrin og ópin í mannfjöldanum, sem var í hálfrar mílu fjarlægð. „BYLTINGIN ER HAFIN“! „Þetta var ekki víninu að kenna“, segir barþjónninn í vínstúkunni „Stóri pabbi“. Fyrir nokkrum ár- um drukku stúdentarnir miklu meira en þeir gera nú orðið“. „Þetta var ekki innrásinni í Kam- bodju að kenna“, segir einn stú- dentanna, sem var staddur í Nyrðra Vatnsstræti. „Allir þeir brjáluðustu og ofstopafyllstu af stóru svæði voru saman komnir í bænum þetta kvöld. Þeir höfðu meiri áhuga á skemmdarverkum en Kambodju”. „Þetta var einmitt Kambodju innrásinni að kenna“, segir annar sjónarvottur. „Ræða Nixons þetta fimmtudagskvöld var einmitt neist- inn, sem kom óeirðunum af stað“. „Þetta var fyrsta milda fimmtu- dagskvöldið á vorinu", segir annar ungur maður. . . . „Sko, þið skiljið, einmitt heppilegt kvöld til þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.