Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 40

Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 40
38 ÚRVAL og snarstönzuðu. Og þeim hvarf samstundis öll árásarhneigð og tóku þeir strax upp sínar góðu um- gengnisvenjur að nýju. Þessi frásögn hennar staðfestir niðurstöðu þá, sem George B. Schaller frá Dýrafræðifélagi New Yorkborgar komst að, en árið 1959 framkvæmdi hann fyrstu vísinda- legu rannsóknina, sem gerð hefur verið á þessum dýrum, sem hafa hingað til verið vafin dulúð í hug- um almennings. Fullvaxinn karlgórilluapi er 6 fet á hæð og vegur 350—450 pund. Hann er 10—14 sinnum sterkari en hinir mestu kraftajötnar meðal manna. Hann virðist líkjast mjög King Kong, hinum 50 feta háa risa- apa ævintýrasagnanna. En Schaller komst að þeirri niðurstöðu, að gór- illuaparnir vildu heldur nota afl sitt og árásarlátalæti til þess að komast hjá vandræðum heldur en að stofna til þeirra. Hópurinn hörf- aði oft og tíðum skipulega, þegar hann nálgaðist, en apaforinginn varð eftir. Hann snerist gegn ,,óvin- inum“, greip kvisti, brotnar grein- ar og annað drasl og kastaði því að honum, lamdi sér æðislega á brjóst, svo að það var sem verið væri að leika á bongotrumbu, fitjaði upp á trýnið, svo að sást í risatennurnar, og rak upp ógnvekjandi öskur, sem skelfdu jafnvel fílana í nágrenninu. Einstaka sinnum réðst hann líka gegn „óvininum", en hann stanzaði samt alltaf, rétt áður en hann komst alveg að honum. „Öll þessi vígalæti eru bara stór- kostlegur blekkingarleikur," sagði Schaller. „Tvennt virðist togast á innra með þeim, annars vegar skyldan til að vernda hópinn og hins vegar löngunin til þess að flýja hættuna. Því lemja þeir sér á brjóst og kasta að manni öllu því, sem lauslegt er, til þess að losna við innri spennu og hræða óvini sína.“ En hótanir þeirra urðu smám saman máttleysislegri og breyttust í rymjandi hljóð, sem gaf til kynna gremju eða forvitni, eftir því sem þeir vöndust betur nærveru dýra- fræðingsins. Rannsóknarstarf Schal- lers tók 20 mánuði, og á þeim tíma hitti hann górilluapa samtals 314 sinnum. Og sumir þeirra hættu sér svo nálægt honum, að þeir voru að- eins fimm fet frá honum. Einn for- vitinn kvenapi settist jafnvel á sömu trjágreinina og sat þar um hríð við hliðina á honum. LÍF f ALDINGARÐINUM EDEN Frá því maðurinn og górilluap- inn tóku að þroskast á annan hátt en hinir sameiginlegu forfeður þeirra fyrir um 26 milljón árum, hefur górilluapanum farnazt betur á vissum sviðum en okkur. Fæða? Górilluaparnir geta étið eins mikið og þá lystir af hinu ljúffenga græn- fóðri og ávöxtum án þess að þurfa að leita víða til fanga. Og í við- leitni sinni til þess að fullnægja vandfýsinni matarlyst sinni hafa þeir orðið mjög snjallir grasafræð- ingar, sem geta fundið mjög fjöl- breytilegt úrval alls konar jurta- fæðu, sem þeir tína allt hið bezta úr með geysilegri nákvæmni. (Hinn v mjúki kjarni bananatrjánna er al- Jij veg sérstaklega ómótstæðilegur. OgBÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.