Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 16

Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 16
14 ÚRVAL augu við aðkaliandi vandamál: Hversu langt á að ganga til móts við kröfurnar um aukna aðstöðu til móttöku garðgesta, svo sem aukin og fleiri tjaldbúðasvæði, fleiri gisti- hús, fleiri vegi, o. s. frv.? „Hvað er eiginlega að ykkur, sem ráðið hérna?“ spyrja gestir oft þjóð- garðsverðina. „Þið hafið tvær millj- ón ekrur, og samt troðið þið okkur á örfá og mjög takmörkuð tjald- búðasvæði líkt og sardínum í dós!“ í raun og veru nota gestir nú að- eins um 5% af öllu garðsvæðinu. Og aðeins um 3% gesta, eða um 75.000 á ári, fara í langar skoðun- arferðir út frá aðalleiðunum. Á hinn bóginn halda starfsmennirnir því fram, að hið ósnortna yfirbragð og eðli Gulsteinagarðs yrði eyðilagt, ef lagðir yrðu nýir, malbikaðir veg- ir um ýmis ósnortin svæði garðs- ins og opnuð þar fleiri tjaldbúða- svæði í líkingu við tjaldbúðasvæðið við Stórugjá og Gamla Trygg. Birn- irnir, vísundarnir, elgsdýrin, og stórhyrnda sauðféð verður að hafa geysistór, auð svæði, þar sem dýr þessi geta reikað um óáreitt og al- ið aldur sinn, tímgazt, aflað sér fæðu og dáið í friði. Garðsvæðið er það, sem líffræð- ingarnir kalla næstum fullkomið „lífkerfi", þar sem jurta- og dýra- líf er háð sífelldum breytingum og þar sem háð er sífelld barátta til þess að viðhalda jafnvægi náttúr- unnar. „En nú er maðurinn í þann veginn að raska þessu jafnvægi,“ segir líffræðingurinn Glen F. Cole, sem hefur eftirlit með jurta og dýralífi í Gulsteinagarði. Á ári hverju er geysileg ásókn gesta í Stangaveiði við norðurströnd Gul- steinavatns, og eru leyfðir fiskidag- ar nú árlega um 375.000 talsins. Þessi stöðuga ásókn hefur haft þau áhrif, að silungstegund þeirri („cutthroat trout“), sem alið hefur aldur sinn á vatnasvæði þessu, hef- ur fækkað geysilega mikið undan- farið. Sem dæmi um það má nefna, að meðalfiskstærð hefur minnkað um tvo þumlunga síðustu fimm ár- in. En þýðingarmesti þáttur þess- arar þróunar er sá, að þessi silung- ur er einmitt fæða ýmissa fugla og villtra dýra, sem nú fer svo fækk- andi, að þau mega teljast í hættu, svo sem sköllótta arnarins, peli- kanans, fiskiarnarins, grábjarnarins og annarra villtra dýra. Veiðimenn- irnir hafa þannig komið hinu eðli- lega fæðukerfi náttúrunnar úr skorðum, og hefur Þjóðgarðaþjón- ustan því verið neydd til þess að takmarka veiði hvers veiðimanns við þrjá fiska, og má enginn þeirra vera undir 14 þumlungar á lengd. Þetta hefur valdið mikilli gremju meðal stangaveiðimannanna. Hvar ætti að setja mörkin, hvað snertir daglegan gestafjölda í þess- um fyrsta þjóðgarði heims? Ander- son yfirþjóðgarðsvörður svarar spurningu þessari á eftirfarandi hátt: „Frumrannsóknir okkar á þessu sviði benda til, að ekki ætti að leyfa fleiri en 35.000 gestum að- gang að garðinum daglega. En eitt er víst .Við getum ekki haldið áfram að opna fleiri og fleiri tjald- búðasvæði og orðið við sífellt aukn- um kröfum fleiri gesta um aukna móttökuaðstöðu. Einhvers staðar verður að draga mörkin."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.