Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 117

Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 117
115 HVAÐ GERÐIST I KENT STATE? Dansleik átti að halda í Þríturni, og veita átti ókeypis veitingar í veit- ingasal háskólans. En ýmiss konar orðrómur varð sífellt sterkari, er leið á daginn. Síðdegis sama dag keypti Frank 20 metra af mislitum böndum og klippti þau í búta, sem voru fet á lengd. Síðar var þessum böndum útbýtt og átti að nota þau sem einkennisbönd á handlegg. Nokkrir prófessorar fengu blá bönd, og valinn hópur stúdenta fékk hvít bönd. Hlutverk stúdenta þessara átti að vera fólgið í stöðugri við- leitni þeirra til þess að forða öðrum stúdentum frá alls kyns vandræðum, telja um fyrir þeim og reyna að aftra þeim frá að stofna til illinda. Þetta var neyðarvarðliðið, sem starfa ótti þessa helgi. (Neyðarvarð- liðsmenn þessir voru 32 talsins, og áttu þeir að reyna að hafa hemil á mannfjölda, sem nam mörgum þús- undum, áður en yfir lauk). „Svo komum við á laggirnar „her- stjórnarmiðstöð" fyrir neyðarvarð- liðið. Hún var á þriðju hæð skrif- stofubyggingar skólans, og við átt- um að líta þar inn öðru hverju og skýra frá öllu því markverðasta, sem gerðist og þróun mála yfirleitt. Getið þið hugsað ykkur nokkuð eins fáránlegt og „herstjórnarmiðstöð í háskóla?“ Neyðarvarðliðsmennirnir festu á sig einkennisarmböndin og lögðu af stað til þess að reyna að viðhalda röð og reglu á háskólasvæðinu. Það ríkti líka mikið annríki og spenna í skrifstofu Satroms bæjar- stjóra allan laugardaginn. Snemma um morguninn skýrði gullsmiður einn skrifstofunni frá því, að það hefðu ekki aðeins verið, brotnar rúð- ur hjá sér, heldur hefði einnig verið stolið þar vörum. En lögregluþjónn einn hafði líka sögu að segja, sem var annars eðlis. Hann skýrði frá því, að hópur háskólastúdenta hefði komið niður í Nyrðra-Vatnsstræti í dögun með fötur og sópa og hefði sópað öllum glerbrotum af götunni. Háskólastúdentar þessir sögðu við lögregluþjóninn: „Við skömmumst okkar fyrir það, sem gerðist í gær- kvöldi. Við viljum sanna, að við er- um ekki öll rónar.“ Svo skýrði rannsóknariögreglu- maður einn Satrom frá því, að hann hefði séð tveim bílum ekið inn í bæ- inn, sem voru fullir af æsingaseggj- um frá Chicago. Sagði hann, að sex farþegar hefðu verið í hvorum bíl. „Við sáum þá í Vatnsstræti, og síðar var okkur skýrt frá því, að það hefði sézt tii þeirra, er þeim var ek- ið fram og aftur um háskólasvæðið.“ Þennan dag barst stríður straum- ur frétta til skrifstofu bæjarstjóra um sprengjuhótanir, gabbútköll slökkviliðs og orðrómur um fyrir- huguð ofbeldisverk. Og sú vitneskja hvarf bæjarstjóra ekki úr minni, að þyrfti hann á aðstoð Þjóðvarðliðsins að halda þetta kvöld og þessa nótt, yrði hann að hringja til bækistöðva þess fyrir kiukkan 5 síðdegis. Hann viss, að yrði Þjóðvarðliðið kallað á vettvang, tæki það að sér yfirstjórn á öllu svæðinu, þ.e. á öllu háskóla- svæðinu og í öllum bænum. Satrom komst smám saman á þá skoðun, er leið á síðdegið að hann hefði þegar neytt allra bragða og ætti ekki ann- ars úrskosta en að biðja um aðstoð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.