Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 41

Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 41
GÓRILLUAPINN ER MESTI MEINLEYSINGI 39 þessi löngun górilluapanna hefur orðið til þess, að margir banana- plantekrueigendur hafa svarið þess dýran eið að hefna sín óþyrmilega á sökudólgunum). Húsnæði? Þeir leggja ekki mikla áherzlu á það, heldur búa sér bara til ófullkomið bæli þar sem þeim dettur slíkt í hug í það og það skiptið. Og það kostar þá ekki mikla fyrirhöfn. Þeir safna bara saman greinum, blöðum og grasi og búa sér til bæli úr því og nota sumt af því í sæng- ur stað. Friður og ró? Það hafa þeir sann- arlega . . . eða höfðu réttara sagt, áður en maðurinn gerði innrás í þeirra Edengarð. Ekkert annað dýr en maðurinn gerir þá að fórnar- dýri sínu. (Séu þeir áreittir illilega, þá geta þeir stundum misst alla þolinmæði og drepið mann, sem þeir gera reyndar stundum, eða jafnvel fílefldan hlébarða með einu taki eða biti, sem er á stærð við Ijónsbit). Þeir þurfa ekki að keppa við félaga sína um fullnægingu neinna þarfa sinna og þurfa þvi alls ekki að berjast innbyrðis og gera það heldur ekki. Oft deila nokkrir fjölskylduhópar með sér sama svæðinu, eiga þar vinsamleg sam- skipti og skiptast jafnvel á fjöl- skyldumeðlimum. Stiórnarhættir þeirra grundvall- ast á einræði, sem er svo milt, að það nálgast það að vera lýðræðis- legt. Karlapinn, sem er ieiðtogi fjölskylduhópsins, er fremur alúð- legur stjórnmálamaður en eins kon- ar Hitler. Stundum leggur hann að vísu áherzlu á forgangsrétt sinn til bezta matarins, samvinnuþýðasta kvenapans eða þurrasta hvílustað- arins, þegar rignir. En yfirleitt er hann umburðarlyndur og ber ekki fram teljandi mótmæli, jafnvel þótt annar karlapi nemi á brott eina af apynjunum hans beint fyr- ir framan augun á honum. Gáfur og sá hæfileiki að láta sér lynda við aðra virðast vera álitnir alveg eins þýðingarmiklir hæfileikar og hugrekki og hreysti, þegar ákveða skal, hver eigi að verða . . . og halda áfram að vera . . . leiðtogi hópsins. EFTIRLÁTSSAMIH FEÐUR Á meðan leiðtoginn er við völd, leita þegnar hans alltaf til hans, þegar taka skal ákvarðanir, hvort sem um stórmál eða smámál er að ræða. Þeir láta hann ákveða, hve- nær fara skuli á vettvang að leita matar og hvar nátta skuli. Þeir tjá sig hver fyrir öðrum með hljóð- merkjum, lágum stunum og urri, þegar þeir eru ánægðir, hvellu gelti og hrópum, þegar þeir eru dreifðir í þéttu skógarþykkni, hörkulegu gelti, þegar þeim gremst, og ópum og öskrum, þegar þeir verða hrædd- ir eða reiðir. Schaller taldi um 20 mismunandi hljóðmerki. Eftirlátssamir feður og frændur dekra við „krakkana“ og láta allt eftir þeim. Jafnvel sjálfur leiðtog- inn leyfir þeim býsna margt. Þeir mega toga í hárið á honum, snúa upp á nef hans og herma eftir hon- um, þegar hann lemur sér á brjóst. Mæðurnar eru algerlega látnar um að ala krakkakjánana upp og aga þá. Og þær vinna verk sitt prýði- lega. Þær leyfa apakrökkunum að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.