Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 22

Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 22
20 ÚRVAL Við vorum báðir orðnir þreyttir. það eina, sem okkur langaði nú til að gera, var að skríða upp í hengi- rúmin, borða kaldan niðursuðurétt og fara að sofa. En nú var að hvessa. Klukkan 2 um nóttina var orðið svo hvasst, að við skullum hvað eft- ir annað utan í vegginn, þar sem við lágum í hengirúmunum. Það var augsýnilega rigning í aðsigi, en vegna roksins gátum við ekki náð neinum stormútbúnaði úr birgða- pokunum. Við urðum því gegn- blautir á nokkrum mínútum, eftir að það byrjaði að rigna. Það rigndi allan næsta dag. Það virtist alveg ómögulegt að verða blautari en við vorum orðnir. 5. nóvember. Meiri rigning. Fæt- ur okkar voru nú að verða alveg tilfinningalausir. Það var ekki mik- ið, sem við gátum gert til þess að ráða bót á því annað en að hella vatninu úr stígvélunum og fara í þau aftur. Enginn matur í dag. Þegar það kom í ljós á þriðja degi klifursins, að okkur gæti ekki mið- að eins vel áfram og við höfðum vonazt til, höfðum við minnkað matarskammtinn um helming. En nú hafði rok skollið á, og við álit- um, að við hefðum líklega alls ekki efni á því að borða, meðan við héld- um kyrru fyrir. Við yrðum fremur matarþurfi, meðan á klifinu sjálfu stæði, því að þá var okkur lífsnauð- synlegt að viðhalda líkamskröftun- um. Föstudaginn 6. nóvember. Nú vor- um við búnir að vera 15 daga á leiðinni upp hamravegginn. Það var stöðug rigning allan morguninn. Um hádegi kom svo slydda. Það lá við, að það snjóaði. Ég hafði legið flat- ur á bakinu síðan aðfaranótt þriðju- dagsins. Þegar Warren reyndi að snúa sér í hengirúminu, kom rifa á botninn, og hann hrapaði niður um hana. Hann sakaði ekki, því að klifurkaðallinn var enn bundinn um mitti hans. En hann var sannarlega ekki ánægður, meðan hann hékk þarna fyrir neðan slitrurnar af hengirúminu sínu. 7. nóvember. Sólskin. Ég gat ekki trúað því. Við urðum alveg ólýsan- lega hamingjusamir, er við sáum sólargeislana og fundum ylinn af þeim. Við lágum þarna sælir í sólskin- inu fram að hádegi. Svo fórum við „á fætur", undum bleytuna úr föt- unum okkar og svefnpokum og hengdum það allt til þerris. Við höfðum verið veðurteppir á sama stað í 107 klukkutíma vegna stormsins. Okkur fannst nú kominn tími til bess að halda áfram. Við vorum nú komnir í 1600 feta hæð eða rétt rúmlega hálfnaðir. Nú höfðum við verið hreyfingarlausir í langan tíma, og því fannst okkur erfitt að hreyfa okkur að ráði, jafn- vel að hengja föt upp til þerris. Við vorum alveg magnlausir. Það komu strax blöðrur á hendurnar á mér, þegar ég reyndi að negla festingar- hæla í sprungurnar. Við bjuggumst. við því, að það tæki okkur nokkra daga að komast aftur í „vinnufært ástand“. Um kvöldið var ég að negla hæl í mjóan, harðan kafla sprungunnar, sem við höfðum komið auga á, nótt- ina áður en stormurinn skall á. Þá losnaði hællinn, sem ég hékk í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.