Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 28

Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 28
26 ÚRVAL orðið mögulegt að finna alvarlega og jafnvel einnig minni háttar skynjunargalla strax á fyrstu árum barnsins og jafnvel strax þegar barnið er orðið nokkurra mánaða. Jafnframt því er nú lögð stóraukin áherzla á að gera eitthvað til þess að vinna gegn afleiðingum þessara skynfæragalla eða jafnvel lækna þá alveg tafarlaust. Nú er lögð rík áherzla á slíka nákvæma sjúkdóms- greiningu og ráðleggingar um það, við hvaða aðstæður sé hentugast fyrir barnið að læra. Það er meira í húfi en aðeins hinn líkamlegi ágalli. Það er nú þekkt staðreynd, að berist barns- heilanum ekki nægilegt magn og fjölbreytni „boða“ skynfæranna, sem því ættu að berast á árum hins öra þroska, áður en skólaganga hefst, þá getur greind þess ekki náð fullum þroska. Heili þess tvöfaldast að stærð á sex fyrstu mánuðum eft- ir fæðingu og tvöfaldast svo aftur fram að um fjögurra ára aldri. Vaxt- arhraði heilans verður aldrei eins hraður framar á öllu æviskeiði mannsins. Meðan á þessu hraðvaxt- arskeiði heilans stendur, geta jafn- vel smábreytingar á umhverfi barnsins haft mikil áhrif á þrosk- ann. Allt það, sem dregur úr magni og fjölbreytni þeirra upplýsinga, sem augu og eyru flytja heila þess á þessu geysilega þýðingarmikla tímabili, gæti takmarkað þroska þess varanlega. (Lestrargeta flestra heyrnarlausra 16 ára barna er til dæmis svipuð og barna í 3. bekk, þ. e. 8 ára barna, og greindarvísi- tala þeirra er einnig lægri en ann- arra barna). Mikill fjöldi barna er haldinn einhvers konar skynjunargöllum. Það er áætlað, að yfir 100.000 börn fæðist árlega með einhvers konar heyrnargalla í Bandaríkjunum og 330.000 með einhvers konar sjón- galla eða hindranir, sem koma í veg fyrir, að þeim nýtist sjónin að fullu. Um 5—10% allra skólabarna eiga við einhverja lestrarörðugleika að stríða eða um 5 milljón börn í Bandaríkjunum. Orsakirnar geta verið margvíslegar, til dæmis minni háttar taugakerfistruflanir, sem hindra, að þau geti skynjað fylli- lega merkingu þess, sem þau sjá, þ. e. tengslin milli sjónarinnar og annarra skynstöðva í heila eru ekki í lagi. Áður fyrr var það sjaldgæft, að slíkir gallar fyndust og væru greindir, áður en börnin hófu skóla- nám. GALLANA Á AÐ FINNA OG RÁÐA SÍÐAN BÓT Á ÞEIM EFTIR MÆTTI En nú hafa sálfræðingar, mál- fræðingar, vélfræðingar, verkfræð- ingar, kennarar og aðrir uppeldis- frömuðir, foreldrar og nokkrir brautryðjendur innan læknastéttar- innar allir hjálpazt að því að finna og endurbæta fjölmargar réttar skoðunar- og prófunaraðferðir. — Sumar slíkar prófanir eru nú fram- kvæmdar, aðeins nokkrum klukku- tímum eftir að barnið fæðist. „Við bíðum ekki,“ segir frú Marion Downs, forstöðukona heyrnarstöðv- arinnar við læknadeild Coloradohá- skólans. Fjöldi sjúkrahúsa hefur nú tekið upp skoðunar- og prófunar- kerfi hennar. Samkvæmt því eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.