Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 99

Úrval - 01.06.1971, Blaðsíða 99
HVAÐ GERÐIST í KENT STATE? 97 unni ásamt Betty eiginkonu sinni næsta morgun, sá hann, aS málað hafði verið með risavöxnum, gul- um stöfum á framhlið bankans: BINDIÐ ENDI Á KAPÉTILIS- MANN. Hann fór heim með Betty og sneri svo aftur í bæinn og þvoði betta burt með sápuvatni. Honum datt í hug, að hver svo, sem hafði nú málað þetta á vegginn, hefði þó að minnsta kosti átt að stafsetja lykilorðið rétt. En Nash hafði samt mestar á- hyggjur af hinni vaxandi úlfúð milli bæjarbúa og stúdenta, sem fjar- lægðust hverjir aðra stöðugt meira. Hann segir: „Ég vissi, að eitthvað yrði að gera til þess að brúa þetta bil, svo að ég svipaðist um eftir háskólastúdent, sem væri nógu ,,ógnvekjandi“ útlits, einhverjum, sem ætti hvorki til hnífs né skeið- ar og ætti í rauninni hvergi höfði sínu að halla, og sagði svo við þann „útvalda", að hann mætti flytja inn í litla timburhúsið í skóglend- inu mínu og búa þar ókeypis. Ég sagðist jafnvel skyldi hjálpa hon- um til þess að gera það íbúðarhæft. Þetta var sannarlega eftirtektar- verður ungur maður, hávaxinn og grindhoraður. Hann var ósáttur við fjölskyldu sína. Hann vildi ekki þiggja eyri frá föður sínum og sagð- ist krefjast þess að mega vera sjálf- stæður og óháður. En hann þáði umhugsunarlaust flugfarmiða frá móður sinni, svo að hann flaug bara burt, þegar hann var orðinn þreytt- ur á einhverjum stað, og valdi sér einhvern nýjan. Hann var í raun- inni „lúxusróni“ og góður viðskipta- vinur TWA“. Einu sinni eða tvisvar í viku kom Nash við í timburhúsinu í skógin- um sínum til þess að rabba við unga manninn. „Hann hefur haft mikil áhrif á hugsanagang minn og afstöðu til hlutanna", sagði Nash einum vini sínum í hópi kaupsýslu- manna föstudagskvöldið 1. maí. „Hann býr yfir mörgum góðum hugmyndum, og ég býst við, að hann sé í rauninni fulltrúi stórs hóps ungs fólks. Við hlustum þó að minnsta kosti hvor á annan“. Þegar Bill Nash mælti þessi bjart- sýnisorð á friðsælu heimili sínu þetta kvöld, höfðu stúdentarnir við Kentfylkisháskólann þegar búið sig undir að brjóta allar rúðurnar í bankanum hans og kasta risavöxn- um áburðardreifara inn í gegnum stóru glerhurðina í aðalinngöngu- dyrum bankans. MERKI NÚMER 25 I rökkurbyrjun þetta föstudags- kvöld var sami samsöfnuðurinn byrjaður að flykkjast til Nyrðra- Vatnsstrætis. Þar gat að líta hippa í leðurgöllum í „Buffalo Bill“-stíl og með festar um hálsinn, ungar strokustelpur, unga kennara frá há- skólanum, sem voru að ræða við stúdentana yfir bjórkrukku. Nokkr- ir stúdentar frá Kentfylkisháskól- anum voru með höfuðbönd í Indí- ánastíl eða í eldgömlum einkennis- búningum (þarna gat að líta 6 ein- tök af Daníel Boone, 6 eintök af Davy Crockett og 4 unga menn í flauelsjökkum frá Játvarðartíma- bilinu). Rökuð andlit voru þar sjaldgæf sjón, og hárið var yfirleitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.