Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Síða 16

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Síða 16
Einar Trausti Einarsson, Einar Guðmundsson, Gylfi Jón Gylfason og Þorlákur Karlsson orð. Við mat á færni nemenda í stafsetningu eru þeir beðnir að hlusta á texta sem lesinn er upp og skrifa rétt stafsett orð inn í eyður textans. Færni nemenda í stafsetningu er metin út frá fjölda rétt skrifaðra orða. Loks er lagt mat á færni nemenda við að skrifa íslenskan texta (ritun), þar sem meðal annars er lagt mat á frágang, stafsetningu og atburðarás. Árangur nemenda í ein- stökum prófhlutum og í prófinu í heild er metinn með normaldreifðum einkunnum þar sem meðaltal er 30 og staðalfrávik 10. Besti mögulegi árangur er 60 stig og lakasti árangur er 0 stig. Ekki hefur verið gefið út efni um réttmæti hvers námshluta eða áreiðanleika samræmdra könnunar- prófa í íslensku frá árinu 2012. Framkvæmd Gögnum var safnað árið 2012. Prófhlut- arnir fjórir í Logos voru lagðir fyrir í janúarmánuði fyrir böm í 3. bekk í átta grunnskólum á Reykjanesi. Sérkenn- arar grunnskólanna og kennsluráðgjafar Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar lögðu Logos fyrir en allir höfðu þeir fengið sér- staka þjálfun í fyrirlögn á Logos. Prófunin fór fram á skólatíma þar sem nemendur voru kallaðir einn af öðmm úr kennslu- stund til prófunar. Prófunin fór fram við hálfstaðlaðar aðstæður, þar sem barn og prófandi sátu hlið við hlið við tölvu sem notuð var við prófunina. Engin regla var höfð á því í hvaða röð ætti að leggja fyrir einstaka prófhluta í Logos, heldur var það undir prófanda komið að ákveða röðina. Fyrirlögnin var því ekki eins hjá öllum nemendum. Ólíklegt er að röð prófhluta hafi haft áhrif á niðurstöður prófunarinnar, þótt ekki sé unnt að útiloka slíkt. í septem- ber (á sama ári) þreyttu sömu börn sam- ræmt könnunarpróf í íslensku, þá komin í 4. bekk. Starfsmenn á vegum Námsmats- stofnunar, auk kennara grunnskólanna, sáu um fyrirlögnina sem fór fram á skóla- tíma í hverjum skóla fyrir sig. Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar sá um útreikninga og varðveislu á gögnum um árangur í Logos en Námsmatsstofnun sá um útreikninga og varðveislu á gögn- um um árangur nemenda í samræmdum könnunarprófum í íslensku. Gögn þess- ara tveggja stofnana voru sameinuð fyrir úrvinnslu af starfsmönnum Námsmats- stofnunar í desember 2012. Tilkynning um rannsóknina var send til Persónuverndar. Úrvinnsla Úrvinnsla gagnanna var þríþætt. í fyrsta skrefi úrvinnslunnar var reiknuð lýsandi tölfræði og fylgni milli lestrarfæmi og árangurs í íslensku. Því næst voru gerðar fimm tveggja þrepa fjölbreytuaðhvarfs- greiningar (e. hierachical linear reggress- ion) til þess að meta samband prófhluta Logos og árangurs í samræmdu könnunar- prófi í íslensku. Stjórnað var fyrir áhrifum þess úr hvaða skóla börnin komu (1. þrep) áður en forspárgildi prófhluta Logos var kannað (2. þrep). Áður en aðhvarfsgrein- ing var gerð var þess gætt að forsendur hennar stæðust (sjá nánar í Field, 2009). í síðasta skrefi úrvinnslunnar var lagt mat á nytsemi fjögurra prófhluta Logos í skimun fyrir lestrarvanda með merkja- greiningu (e. signal detection analysis). Fyrsta skrefið í slíkri greiningu er að skil- greina hvað telst vera vandi. í þessu tilfelli hvað telst vera lestrarvandi. Tíðni þess vanda sem skimun beinist að skiptir miklu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.