Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Qupperneq 29

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Qupperneq 29
Þaö sem barni er fyrir bestu. Ögrandi viðfangsefni? Spurningar tengdar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Hagnýtt gildi: Skýrt kemur fram í nýjum námskrám fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólastigið frá árinu 2011 að efla skuli þekkingu barna og ungmenna á réttindum sínum með hliðsjón af islenskri löggjöf og alþjóðasamningum, þ.á.m. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Til þess að svo megi verða þurfa kennarar að þekkja til réttinda þeirra sem eru sérstaklega áréttuð I honum. í greininni er reynt að túlka tiltekin ákvæði sáttmálans og draga fram ýmis vandkvæði og siðferðileg álitamál sem kennarar þurfa að takast á við þegar honum er beitt í skólastarfi. Greinin ætti því að vera hjálpleg kennurum við að túlka ákvæði sáttmálans til aö geta síðan beitt þeim I starii sínu. Inngangur Samningi Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi barnsins (1989), hér eftir kallaður Barnasáttmáli, er ætlað að standa vörð um réttindi barnsins. Sáttmálinn kveður á um ýmsa þætti sem taldir eru forsendur þess að barn hafi möguleika á að þroskast og mannast. Áhersluatriði sáttmálans má draga saman í hugtökunum: umhyggja, vernd og þátttaka (Bartley, 2001; Enge- lundh, 2009). í greininni verður reynt að skoða þessi grundvallarhugtök í samhengi við önnur ákvæði Barnasáttmálans jafn- framt því sem skoðað er á hvað grund- velli sáttmálinn er byggður og því lýst hvers vegna hann varð til. í ljósi þessara grundvallarhugtaka er hér sérstök áhersla lögð á að skoða þau siðferðilegu álitamál sem upp geta komið við að framfylgja til- teknum ákvæðum sáttmálans (sérstaklega greinum 2, 3, 9 og 12). Hér er ekki verið að fjalla um lagalega hlið sáttmálans því það hafa bæði Ágúst Þór Árnason (1994) og Þórhildur Líndal (2007; 2011) þegar gert, heldur er hann skoðaður og túlkaður með gleraugum kennarans sem þarf að taka mið af ákvæðum hans í starfi sínu. Einnig verða dregnir fram þeir hagsmuna- árekstrar sem upp geta komið þegar mið er tekið af því sem barni er fyrir bestu við ákvarðanatöku í málum er varða það sérstaklega. Þegar beita á ákvæðum sátt- málans geta tekist á ólíkir hagsmunir og verður sérstaklega hugað að tilvikum þar sem árekstrar verða milli gilda barna og foreldra. í því sambandi verða dregin fram ákveðin dæmi um það þegar þessir hags- munir takast á. Sú sýn á böm og bernsku sem ríkir á hverjum tíma hefur áhrif á það hvernig og í hversu ríkum mæli börn njóta réttinda. Því verður dregin fram sú sýn sem hinir fullorðnu hafa haft á börn og bernsku síð- ustu áratugi og í því ljósi gerð grein fyrir sýn Barnasáttmálans á börn. Barnasáttmálinn byggist á þeirri grund- vallarsýn lýðræðisins að allar manneskjur, stórar og smáar, hafi sama gildi. Börn fæð- ast inn í mismunandi aðstæður, alast upp í ólíkum samfélögum, við ólík efnahagsleg kjör, ólíkt stjórnmálaástand og ólíkar trúar- legar forsendur en þrátt fyrir það hafa þau rétt á því að þeim sé mætt af virðingu og að staðinn sé vörður um friðhelgi þeirra (Bart- ley, 2001; Rubenson, 2009). Breytt samfélög og ný þekking hafa haft áhrif á viðhorf til barna. í dag er ekki lengur litið á bernsk- una sem undirbúning fyrir fullorðinsárin heldur er litið á barnið sem geranda í eigin lífi (Juul, 1996; Sommer, 2010). Börn þrosk- ast ekki af sjálfu sér. Stuðningur, hvatning
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.