Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Qupperneq 45

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Qupperneq 45
Viðhorf grunnskólanemenda á íslandi og í Finnlandi til tækni og námsgreinarinnar hönnunar og smíði Jewett (1996) komst að þeirri niðurstöðu að námssviðin tækni, stærðfræði og vís- indi væru almennt frekar talin vera fyrir karla en konur. Þetta viðhorf gæti haft áhrif á hegðun og væntingar kennara og þannig haft neikvæð áhrif á áhuga stúlkna á tækni. Rannsókn Silverman og Pritch- ard (1993a) gaf einnig til kynna að ung- Hngsstúlkur tengdu tæknimenntarnám sitt ekki hugmyndum sínum um framtíðar- störf. Silverman og Pritchard (1993b) kom- ust einnig að því að hugmyndir drengja og stúlkna um hlutverk kynjanna hefðu áhrif á viðhorf þeirra til tækni. Nám þeirra í tæknimennt hefði ekki áhrif á viðhorf þeirra. í rannsókn á viðhorfum nemenda í efri bekkjum grunnskóla (Staberg, 1992) kom fram að stúlkur reyndu í rfkari mæli en drengir að skilja tæknina fræðilegum skilningi. Bæði kynin litu svo á að tækni- menntagreinar væru karllægar og áhugi stúlkna minnkaði með aldrinum. Svipaðar niðurstöður hafa fengist úr öðrum rann- sóknum (sbr. Lindahl, 2003). í stórri rannsókn á viðhorfum 15 ára nemenda til tæknimenntar og vísinda kom fram munur á viðhorfum nemenda eftir heimshlutum og kynjum. Því þróaðri sem samfélög landanna voru, þeim mun minni áhuga höfðu nemendur á tæknimennt og vísindum. Stúlkur höfðu almennt minni áhuga en drengir á að mennta sig á sviði tækni. Einnig var munur á viðhorfum kynjanna til tæknimenntar meiri í þróaðri löndum (Schreiner og Sjoberg, 2004). Upphaf uppeldismiðaðrar smíðakennslu Iðnmenntun hófst í mörgum löndum á nítjándu öld (Bennett, 1926, 1937). Hún tengdist upphafi alþýðumenntunar og iðnvæðingar hins vestræna heims. Nýjar framleiðsluaðferðir og -afurðir kölluðu á nýja færni og þekkingu hinna vinnandi stétta (Kantola, Nikkanen, Kari og Kan- anoja, 1999). Menntafrömuðir þessa tíma ræddu um mikilvægi handmennta (Anderson, 1926; Bennett, 1926, 1937; McArdle, 2002) í alþýðumenntun. Slík menntun myndi stuðla að jafnvægi líkamlegra og andlegra þátta og búa einstaklinginn betur undir lífið (Jón Þórarinsson, 1891; Bennett, 1926). Þessi áhersla birtist síðan í slöjdstefnunni sem kom fram sem sérstök uppeldisstefna undir lok 19. aldar. Markmið hennar var að styðja almenna uppeldislega þætti (Bennett, 1926; Borg, 2006; Kantola o.fl., 1999; Salomon, 1892). Hin upprunalega merking slöjd er „lag- tækur" eða „hagur" og vísar til handverks (Chessin, 2007). í menntunarlegum skiln- ingi vísar hugtakið slöjd hins vegar til um- ræðu uppeldisfræðinga þessa tímabils um almennt gildi handverks fyrir menntun barna (Borg, 2006). Tilgangur slöjd var að nýta handverksem tæki íþjónustu alþýðu- menntunar til að byggja upp persónuleika einstaklingsins, til eflingar siðvitsþroska hans og til að efla gáfur hans og iðni (Jón Þórarinsson, 1891). Finninn Uno Cygnaeus (1810-1888) og Svíinn Otto Salomon (1849-1907) voru helstu frumkvöðlar kerfisbund- inna kennsluaðferða í uppeldismiðuðu handverki (slöjd) sem urðu síðan að lög-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.