Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 68

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 68
Sigríður Halldórsdóttir sjálfum sér, horfast í augu við eigin tilfinn- ingar og að læra að takast á við erfiðar til- finningar með sjálfsathugun og án dóm- hörku. Kristján Kristjánsson (2006) telur að fyrir Goleman (1995) vaki að sýna að til- finningagreind, einkum sjálfsmeðvitund, geti af sér samúð og að samúðin leiði til umhyggju og kærleika. Schuck o.fl. (2008) telja að það sé á ábyrgð kennarans að spyrja hvað nemendur eigi að læra, í hvaða samhengi og hver námsmarkmiðin séu. Þau telja að háskólakennsla feli ávallt í sér siðferðilegan þátt. Siðfræði í kennslu felst þess vegna, að þeirra mati, í að ígrunda og endurskoða stöðugt þær fyrirframgefnu hugmyndir sem liggja allri kennslu að baki. Það ætti samkvæmt Noddings (1986) að vera markmið alls náms að þeir sem út- skrifast úr náminu séu umhyggjusamt og heiðarlegt fólk. Til þess að ná því verðum við að starfa með þeim í andrúmslofti um- hyggju, sýna umhyggju í verki, hlusta á þá og ræða við þá. Brownlee (2004) bendir á að kennarar, eins og allir þekkingarstarfs- menn, þurfi að þekkja sjálfa sig. Goleman (1995) telur að skólar leggi mikla rækt við almenna greind eins og hún er mæld á hefðbundnum greindar- prófum en í hefðbundinni námskrá sé lítill sem enginn undirbúningur fyrir lífið sjálft. Hann leggur reyndar ekki aðeins áherslu á tilfinningagreind heldur einnig á sam- skiptagreind. Kristján Kristjánsson (2006) telur að með því að leggja rækt við tilfinn- ingagreind á heimilum, skólum og vinnu- stöðum gætum við unnið gegn þeirri ofur- áherslu sem hefur verið á vitræna færni (e. cognitive skills). Mikilvægi tengsla milli nema og kennara Bartlett (2005) bendir á að Freire (1972) hvatti alla kennara til að hafna „banka- líkaninu" um kennslu þar sem kennari „á" þekkingu og „leggur hana inn" hjá nem- unum. Hann lagði í stað þess áherslu á að setja fram viðfangsefni sem nemar og kennarar sameinuðust um að leysa í gegn- um samræður. Aðferð Freire byggist mikið á tengingunni milli kennara og nema sem einkennist af virðingu og velvild og tengsl- in breyta báðum aðilum. Fyrir Freire er allt nám byggt á samskiptum og samvinnu og það verður til í samræðum. Þannig verður til ný þekking. Kennarar byggja á þekk- ingu nemanna sem fyrir er, virða sjálf- ræði nemans en stuðla að samþættingu nýrrar þekkingar við þá þekkingu sem fyrir er (Bartlett, 2005). Freire (1972) lagði einnig ríka áherslu á umhyggju og gagn- kvæma virðingu milli kennara og nema og á tilfinningatenginguna milli þeirra. Hann hélt því fram að sambandið milli kenn- ara og nema væri mikilvægara en allar heimsins hugmyndir (Bartlett, 2005). Þess má geta að Lundberg og Schreiner (2004) komust að því í rannsókn sinni (N = 4.501) að jákvætt samband háskólanema við há- skólakennara hafði meira spásagnargildi um námsárangur en aðrar breytur, þar á meðal bakgrunnur nemanna. Noddings (1988) hefur ítrekað mikilvægi siðfræði í kennslu og einnig sem kennslufræðilegt markmið og kallar eftir „tengslasiðfræði" sem grundvölluð sé á umhyggju. Aðrir hafa komist að þeirri niðurstöðu að tengsl milli nema og kennara séu grundvöllur árangursríkrar menntunar (Witmer, 2005). Ramsden (2008) telur að háskólakennarar 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.