Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 78

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 78
Sigríður Halldórsdóttir (2005) bendir á að í slíkri nálgun felist að tilgangurinn sé ekki að allir verði sammála eða líti hlutina sömu augum heldur felist einmitt í henni viðurkenning á tvennu: að skilningur okkar sé ætíð takmarkaður af viðhorfum okkar, og þeim fyrirframgerðu hugmyndum sem eru ávextir þeirra; og að besta nálgunin í námi sé að vera reiðu- búin/n að reyna að sjá málin út frá sjónar- hóli annarra og rökræða þau út frá þeim sjónarhóli jafnt og sínum eigin. Hogan (2005) telur að þessi aðferð geti veitt okkur ferskt innsæi. Til að beita henni þurfum við að hlusta gaumgæfilega en þetta þýði að við lærum með öðrum. Skilningur á sjálfum okkur, á öðrum og á málefninu ætti að aukast og dýpka, en Booth og Ander- berg (2005) benda réttilega á að nemendur dagsins í dag eru að læra fyrir framtíðina sem að mestu er óþekkt. Við vitum þó að breytingar eru hraðar á öllum sviðum og þeim farnast sjálfsagt best sem eiga auð- velt með að aðlaga sig nýjum aðstæðum, eru skapandi og ígrundandi. Nemendur í dag eru íbúar í heimsþorpinu, hvort sem okkur líkar það betur eða ver. Það er því mikilvægt að nemendur læri að hugsa á heimsvísu og þá ekki síst í siðferðilegu til- liti (Willinsky, 2005). Þátttaka háskólanema i gæðum sem umbreytingu Schuck o.fl. (2008) hafa kallað eftir dýpri skilningi á gæðakennslu og telja að það að biðja nema að vera gagnrýnir vinir og hvetja til þátttöku þeirra á öllum sviðum sé vænleg leið til að bæta kennslu og auka gæði hennar þótt í því geti verið fólgin mikil áskorun fyrir kennara. Ramsden (2008) telur að þátttaka nema í gæðaferl- um eigi að hefjast með hugmyndinni um lærdómssamfélag. Hann bendir á að há- skólar séu í auknum mæli að skilgreina nemendur sem virka þátttakendur, í stað óvirkra áhorfenda, í því að meta og efla gæði. Hindranir íumbreytingu nema Korthagen (2004) bendir réttilega á að góður kennari sýni ekki alltaf sitt besta sem kennari. Jafnvel þótt kennarinn hafi framúrskarandi eiginleika og færni þá geti umhverfið sett honum alvarlegar skorður, t.d. neikvæður og herskár nemendahópur. Ramsden (2008) bendir á að það auki enn á vandann að mörgum kennurum finnist hágæðakennsla ekki vera verðlaunuð sem slík og að ekkert í skólakerfinu sé til marks um að eftir henni sé tekið. Hann bendir á að þetta eigi ekki síst við um háskóla- kennslu þar sem rannsóknarþátturinn sé mun virtari og hljóti meiri umbun. Af þessum ástæðum segist hann ekki sjá að frekari framþróun í umbreytingu nema geti átt sér stað. Ég er sammála Ramsden (2008) og Rodgers og Raider-Roth (2006) um að núverandi afstaða til kennara skapi menntunarumhverfi þar sem kennsla er skilgreind í gegnum atferlislista, gæða- viðmið og mælikvarða og litið sé fram hjá þeim margvíslegu þáttum sem skapa árangursríka kennslu. Ég deili áhyggjum þeirra af hættunni á að við missum sjónar á því hvað það þýðir að vera góður há- skólakennari. Samfélagið þarfnast hæfi- leikaríkra kennara sem eru skapandi, vel menntaðir og er raunverulega annt um námsmenn (Holliday, 2005).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.