Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 109

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 109
Viðhorf til samþættingar skóla- og frístundastarfs í fjölmenningarskóla bragða (Banks, 2007; Nieto, 2000). Slík menning er sveigjanleg, virk og breyti- leg og er markmiðið að samþætta mis- munandi menningarheima til að styrkja samfélagið (Bhabha, 2003; Hanna Ragn- arsdóttir, 2007). Tvenns konar kenningar eru rikjandi um það hvernig skuli taka á móti nýjum þjóðfélagsþegnum, annars vegar er talað um samlögun (e. assimila- tion) og hins vegar er talað um aðlógun (e. integration). Með samlögun er átt við að innflytjandinn afsali sér eigin upp- hafsmenningu og falli inn í nýju menn- inguna. Innan fjölmenningarlegra fræða er á hinn bóginn lögð áhersla á að styðja við heima- og upprunamenningu um leið og nemendur fái stuðning við að aðlagast nýju menningunni með aðstoð kennara og skólasamfélagsins (Banks, 2007; Cumm- ins, 2000). Með aðlögun er gert ráð fyrir að viðkomandi afsali sér ekki sinni uppruna- menningu en geti tileinkað sér nýju menn- inguna sem verði þar af leiðandi fjölmenn- ing. Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla ber öllum skólum að innleiða fjölmenn- ingarlega stefnu. Ýmislegt bendir til þess að megináhersla í íslensku skólastarfi sé á samlögun, þ.e. að börnin aðlagist skólan- um og íslenskum hefðum, og að minna sé gert til þess að samþætta erlendar hefðir, erlenda menningu og venjur skólalífinu (Elsa S. Jónsdóttir, 2005). í námsumhverfi sem byggist á hugmyndafræði aðlögunar er á hinn bóginn tekið mið af fjölbreyti- leika nemendahópsins og sá fjölbreytileiki gerður sýnilegur með skýrum hætti innan skólans (Hafdís Guðjónsdóttir og Jóhanna Karlsdóttir, 2010). í rannsóknum á leik- skólastarfi hefur verið bent á mikilvægi samþættingar ólfkra menningarheima og aukið framboð á tungumálakennslu barna. Enda benda rannsóknir til þess að góð grunnþekking á móður- eða heima- máli sé undirstaða þess að nemendur nái góðum tökum á íslensku og gangi vel í námi (Fríða Bjarney Jónsdóttir, 2011; Þórdís Þórðardóttir, 2007). Hér er því um vandasamt verkefni að ræða þar sem bæði þarf að efla íslenskukunnáttu tvítyngdra nemenda og jafnframt sýna uppruna- menningu barnanna virðingu og veita henni stuðning. Þrátt fyrir töluverða umfjöllun um fjöl- menningu og fjölmenningarsamfélög sýna rannsóknir að það getur reynst erfitt að flétta hugmyndafræði fjölmenningar inn í almennt skólastarf, þar sem oft skortir bæði kennslugögn og fullnægjandi þekk- ingu kennara (Elsa S. Jónsdóttir, 2010; Hanna Ragnarsdóttir og Kristín Lofts- dóttir, 2010). Mikill vilji virðist þó vera hjá kennurum en mjög mismunandi er hvern- ig staðið er að móttöku barna af erlendum uppruna (Hanna Ragnarsdóttir, 2007). Á íslandi eru notaðar ýmsar leiðir til þess að styðja fjöltyngd börn innan skólans, bæði með sérstökum móttökudeildum innan skóla og sérkennslu í íslensku (Hanna Ragnarsdóttir, 2007). Markmið móttöku- deilda er að veita nemendum stuðning og markvissa kennslu til að undirbúa þá und- ir almenna þátttöku í skólastarfi (Marzano og Pickering, 2007). Hin aðferðin er að hafa nemendur í almennum bekkjum og veita aukinn stuðning annaðhvort innan bekkjarins eða með því að taka nemendur út úr tíma í sérkennslu. Ljóst er að börn af erlendum uppruna þurfa að fá stuðning í 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.