Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 131

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 131
Leiðbeiningar til greinahöfunda Skilafrestur efnis í tímaritið er 1. maí ár hvert. Handrit sendist ritstjóra (sjá http: / /www. fum.is). Framsetning efnis 1. Handritum skal skila í rafrænu formi til ritstjóra. Þau skulu vera unnin í Word með leturgerð Times New Roman 12 punkta. Línubil skal vera tvöfalt og jafnað til vinstri. Fyrirsagnir skulu vera í Times New Roman 14 punkta og aðeins jafnaðar til vinstri. Lengd handrits skal vera að hámarki 9000 orð (um 25 bls.). Að öðru leyti skal fylgja útgáfureglum APA'. 2. Nauðsynlegt er að höfundar gefi til kynna í handriti hvar þeir vilja að töflur og myndir séu staðsettar í texta. Sérstök athygli er vakin á því að vitna skal til skírnar- og föðurnafns íslensks höfundar en ekki föðurnafns eingöngu eins og gildir um erlenda höfunda. Jafnframt skal raða íslenskum höfundum í heimildaskrá sam- kvæmt skírnarnafni þeirra. 3. í greinum á íslensku er ætlast til þess að beinar tilvitnanir úr erlendum tungu- málum séu þýddar á íslensku. 4. Höfundum er bent á að geta þess í neðanmálsgrein ef greinin er byggð á prófritgerð höfundar eða ef vinnan við verkefnið hefur hlotið styrki. 5. Myndum sem höfundar vilja birta í greinum sínum skal skila án texta. Sá texti sem höfundur vill að standi við mynd, ásamt númeri myndar, fylgi myndinni. 6. Stafabil í texta eiga aldrei að vera fleiri en eitt. Þegar þau þurfa að vera fleiri (t.d. við töflugerð) skal nota dálkalykil á lyklaborði. 7. Greinum á íslensku skal fylgja ágrip sem er um 300 orð að lengd. Þeim skal og fylgja ágrip á ensku (abstract) sem er um 600 orð að lengd. Því má skipta í undir- kafla. Greinum á ensku skal fylgja ágrip á ensku sem er um 300 orð að lengd og ágrip á íslensku sem er um 600 orð að lengd. 8. Öllum greinum skal fylgja um 60 orða texti undir fyrirsögninni „Hagnýtt gildi". Þar skulu höfundar tilgreina á hvern hátt greinin gæti nýst í stefnumótun eða starfi á vettvangi menntamála. 9. Öllum greinum skal fylgja texti um höfundana á íslensku og ensku (60-70 orð á hvoru máli). Þar skal tilgreina menntun höfunda og núverandi starf. Einnig um rannsóknarsvið þeirra og netfang. Heiti greinar skal fylgja á ensku. Nöfnum höf- unda skal fylgja heiti þeirrar stofnunar sem þeir starfa hjá á íslensku og ensku. 1 Miðað er við reglur APA í framsetningu efnis, tilvitnana, tilvísana og heimildaskrár. Þær má finna t.d. í Gagnfræðakveri handa háskólanemum (2007) sem Háskólaútgáfan gefur út, Publication Manual of the Amer- ican Psychological Association (6. útgáfu 2010) og fleiri ritum, t.d. Handbók Sálfræðiritsins (1995) sem Sál- fræðingafélag íslands gefur út. Ef reglur stangast á gildir það sem stendur í Gagnfræðakverinu. 129
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.