Ný sumargjöf - 01.01.1865, Síða 83
83
og var himim þá ekki lengi að snúast hugur. Kom þeim
nú báðum saman um, að þeir skyldu leyna fundi sínum og
afla sjálfum sér auðæfa í kyrþey. En það varð ekki
lengi, því einusinni er þeir voru að leita gullsins, þá
hlökkuðu þeir yfir feng sínum með slíkum feginleik og
gleðilálum, að Mormóni nokkur, er var þarað vinnu sinni,
fór að taka eplir þeim, og gjörðisl forvitinn; læddist hann
að þeim og sá hverskyns var. Sagði liann frá því, er hann
hafði séð, og komst það á svipstundu í hámæli.
Ekki átti gullfundurinn að verða Marshall til neinnar
hamingju; það er einsog einliver óblessun fylgi miklum og
merkilegum uppgölvunum. Fyrir fáum árum siðan flakkaði
hann bláfátækur og húsnæðislaus i landi því, er átli honum
allan uppgang sinn að þakka.
JNú flaug gullsagan um allan heim og fýslust allir til
gulllandsins þeir er fátækir voru, fégjarnir eða nýjunga-
gjarnir; það var einsog þeir drægjust þangað af einhverju
ómótslæðilegu afli. Fyrst sóttu menn þangað frá Mexikó,
en því næst frá Sandwichseyjum, Peru og Chili og fékkst
valla farkostur handa svo miklum fólksgrúa sem' fara vildi;
þá kornu og margar þúsundir manna frá Kínlandi. Stór-
glæpamenn og fullhugar margir komu frá Australiu. En
hvergi varð ákefðin eins mikil og í bandaríkjunum, þegar
fregnin barsl þangað, og lá við að horfði til vandræðaj
er svo mátti kalla, að þaðan byggjust heilar hersveitir, því
allir vildu kornast til Kalíforníu, áður en aðrir yrðu búnir
að ná öllu gullinu. Lögðu fjölmennar lestir upp á fjöllin
þegar vora lók, og var þar mesti manngrúi saman kominn;
það var einsog þegar krossfarenda herinn geystist austur
iheim undir forustu Péturs einselumanns og Valtara félausa,
6»