Ný sumargjöf - 01.01.1865, Qupperneq 129
129
fyrirlestra sína í Florenz 1373. það mun vera tíðast, að
skáldin clragi sig eptir höfðingjunum, en um þessar mund-
ir sóttust höfðingjarnir eptir vináttu skáldanna; það sjáum
vér bezt á æíi Petrarca (f. 1304, f 1474). Hann lifði í
mikilli vegsemd og yfirlæti við páfahirðina, en þó var
hann maður frjálslyndur og unni ætijörðu sinni; varhann
hinn bersöglasti bæði við páfa og keisara. Petrarca er
frægastur orðinn af ástakvæðum þeim, er hann orkti til
einnar eðalborinnar konu, er Laura hét. Tók hún aldrei
ástum hans, því hún var skírlíf kona og trú manni sínum,
en það varð aðeins til að auka elsku Petrarca og fyrndist
hún honum aldrei alla æfi, kvað liann til hennar ótal
sonettur og „kanzónur“ (smákvæði) til að vegsama fegurð
hennar og lýsa ástarkvölum sínum, og hélt hann því enda
áfram, eptir að hún var önduð og hann sjálfur kominn af
fótum fram. Allt hið bezta í kveðskap trúbadúranna hefir
náð fullkomnun sinni í Ijóðmælum Petrarca, því bæði eru
hugsanir og tilfinningar háleitari í kvæðum hans en þeirra,
og þar til fágaði hann verk sín með þeirri list og snild,
er hann hafði numið af gullaldarritum Grikkja og Róm-
verja. Petrarca varð þeirrar sæmdar auðið, að hann var
opinberlega krýndur lárviðarsveig á Capitolio, og hafði
hann áður gengið undir próf í öllum vísindagreinum og
hlolið mikinn lofstír fyrir lærdóm sinn. Boccacio (f. 1313,
t 1375) var hið þriðja höfuðskáld ítala á 14 öld; hann
var verzlunarmaður á yngri árum sinum, en seinna tók
hann að leggja slund á kveðskap og lærði grísku og lal-
ínu. Hann dvaldi löngum við hirð Roberts konungs ann-
ars í Neapel, og átti vingott við Maríu laundótlur hans,
er hann kallar Fiamettu í kvæðum sínum. Boccacio varð
Ny Sumargjöf 1865. 9