Óðinn - 01.01.1936, Side 2

Óðinn - 01.01.1936, Side 2
2 Ó Ð I N N Fuglinn. Forðum bjó einn fugl í runni, fræði mörg og þulur kunni. Löngum söngvalög frá munni liðu vítt um hvelin blá. Fagurt galaði fuglinn sá. Um alt, sem mey og maður unni, mundi’ hann söng og kvæði. Það voru ný og það voru gömul fræði. Víða fuglinn var á sveimi, víddir þekti’ í himingeimi. Oft flaug jarðar út úr heimi upp um sólna hvelin há, hærra’ en manna hugur sá. Þótt hjer víða í dúrum dreymi og dái mannsins anda, lengra fuglinn leið með vængi þanda. Kóngurinn gekk þann fugl að finna og fá þar ráðning gátna sinna; hugði lífsins speki spinna spáfugls rödd og mælti þá: Þig jeg hlýddi einatt á. Þú skalt fræði þín mjer inna, þreyttum huga skaltu kynna visku sólarsöngva þinna, sestu hjer, jeg hlýði á söng þinn, fugl, og segðu frá. Frjett jeg hef, að fórstu víða, fræðum kyntist allra tíða. Sástu land, þar sumarblíða sífelt ríkir? Komstu þar, sem fólk er hætt að strita’ og stríða, stundir allra lífsins tíða í sælu’ og fegurð ljúfar líða? Ef landið finst, þá gefðu svar. Fuglinn kvakar; Kom jeg þar. Kóngur mælti: Seg mjer sögu, syngdu um þínar ferðir bögu, láttu söngva hörpuna’ högu hug um geiminn leiða minn, við það hvíld og værð jeg finn. Með mjer hlusta mörk og engi, mar og fjöll, á gígjustrengi blíðra tóna lögin Iengi láttu óma, fuglinn minn. Syng mjer lífsins sorg úr huga, sem er mig að yfirbuga. ]eg veit ekkert annað duga en hinn fagra sönginn þinn. Sástu byrjun alda’ og ára, og þá strönd, þar tímans bára brotnar loks og bindst í dróm’a, svo bærast eigi framar má? Alt slíkt vil jeg einnig sjá. Fjekstu ekki’ að heyra hljóma hnattasveims í dýrðarljóma miðheims sólar, eða óma æðstu himinsölum frá? ]eg vil heyra hljóma þá. Um það, fugl minn, áttu’ að syngja. Vmsar gátur hug minn þyngja. Sál og líf mitt áttu’ að yngja. Alt þú veist, og segðu frá. Aftur fuglinn innir þá: Þetta alt og fleira’ og fleira fjekk jeg víst að sjá og heyra. ]eg hef lesið miklu meira í myrkra rúna dularspá, en í söngum segi’ jeg frá. Kóngur mælti: Þú skalt þylja, þína röddu vil jeg skilja. Hef þú söng, jeg hlýði á. Nú tók fuglinn kátt að kvaka, kóng að dreyma; svefn og vaka höfðu tauma hugans raka hálfa’ á valdi sínu hvort. Þá var ljóð og lagið ort. Ótal raddir undir sungu, alt fjekk sál og hljóm á tungu, jafnvel steinninn líf og lungu. Ljúfur söngur fylti geim. Andi kóngs í, undra heim sveif á öldum hlýrra hljóma, heyrði raddir grasa’ og blóma blanda sjer við árniðs óma. Allar raddir sama brag sungu, fuglsins fagra lag. Ljóðum fyltust loftsins salir. Lögur söng við björg og malir, fossar, lækir, fell og dalir fuglsins kvæði sungu öll, líka engi, ár og fjöll.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.