Óðinn - 01.01.1936, Page 8

Óðinn - 01.01.1936, Page 8
8 Ó Ð I N N Nnd, eru að eins forsendur fyrir þeim frekari líkum.sem færa mætti fyrir því, að öndvegissúlur Ingólfs hafiraun- verulega rekið á land við Arnarhvol, eða í Reykjavík. Ingólfur kastar súlunum fyrir borð ca. 75 sjómílur undan suðausturströnd landsins, vindstaða er norðlæg og fer vaxandi í nokkur dægur, súlurnar rekur undan vestur með og frá landinu. Þar að auki komast þær undir áhrif golfstraumsins, sem liggur þar vestur með landinu, og fyrir Reykjanes. Þær eru komnar nokkuð suðvestur af Reykjanesi, þegar vindstaðan er komin til suðvesturs eða vesturs. Jafnframt því sem straum- urinn ber þær til norðurs, færir vindstaða og sjávar- gangur þær til lands, þar til þær að síðustu taka land í Reykjavík. Þetta ætti þá að vera beinasta leiðin eða króka- minsta, sem súlurnar hefðu farið. Það er ekki hægt að þvertaka fyrir, að þetta hafi átt sjer stað. Aftur verður málið torskildara, ef súlurnar hefðu komið að landi einhverstaðar annarstaðar fyrst eða verið að flækjast stað úr stað, en svo, eftir 2 — 3 ár, að vera landfastar í Reykjavík. Einnig væri það lítt skiljan- legt að eðlilegum hætti, ef þær hafa komið fyrst að landi í Reykjavík, að þær hafi strax skorðast þar svo, að þær tæki ekki út afíur með breyttri vindstöðu allan þennan tíma. Því það vitum við, að að vori til — sem þetta hefur auðvitað verið — gengur sjór ekki óvenjulega langt á land, jafnvel í suðvestanátt. ]eg verð því að segja að lokum fyrir sjálfan mig, að jeg er veiktrúaður á raunveruleik þessarar frásagnar, sje gengið út frá eðlilegum náttúruöflum, eins og við þekkjum þau á yfirborðinu að minsta kostí. Þess má geta, að það kemur iðulega fram meðal manna í ræðum og rifum, þegar menn verða rök- þrota að skýra einhverja atburði: »Það var tilviljun, það var hendingc o. s. frv. En hvað er meint með því? í raun og veru felst ekkert annað í því, en í fyrsta lagi játun fullkominnar uppgjafar að skýra ein- hvern atburð, og í öðru lagi einhver óljós hugmynd um, að náttúran sje eitthvað svo laus í sjer og ólög- málsbundin öðruhverju, að atburðir geti gerst án or- saka. í þriðja lagi takmörkun skilnings á því, að rætur orsaka geti oft og tíðum legið út fyrir þann skynheim, sem við skynjum. En jeg held því fram, að ekkert gerist án eðlilegra orsaka einhverstaðar frá, bæði í stóru og smáu. Hitt er auðvitað, að við skiljum ekki alt af, og jafnvel að minstu leyti, orsak- irnar, og því síður upptök þeirra. En þær eru til fyrir því. Hending, tilviljun, eða hvað það nú er kall- að, er ekkert annað en yfirbreiðslur yfir skammsýni mannanna, sem í raun og veru eru ekki til. ]eg ætla nú að reyna að skýra þessa þjóðsögn um öndvegissúlur Ingólfs frá öðru sjónarmiði, og get- ur það þá átt að einhverju leyti við aðrar hliðstæðar sagnir um öndvegissúlur og aðra þá hluíi, sem getið er um við landnám hinna fyrstu manna hjer á landi. »Þenna vetur — það er hinn síðasta, sem þeir fóstbræður voru í Noregi — gekk Ingólfur að blóti miklu og leitaði sjer heilla um forlög sín; en Hjör- leifur vildi aldrei blóta*. Segir »Landnáma« og enn fremur: »Lítið lagðist hjer fyrir góðan dreng, er þrælar skyldu að bana verða, og sje jeg svo hverj- um verða, ef eigi vill blóta*. Eftir nútímamáli þýða þessar tilvitnanir ekkert annað en það, að Ingólfur var trúmaður mikill, en Hjörleiíur trúlítill eða trúlaus, sem kallað er. Það eru líkur til þess, að þessi trúar- vissa Ingólfs hafi verið orðin kynföst, því »Land- náma« segir um sonarson hans, Þorkel mána lögsögu- mann: . . . »er einn heiðinna manna hefur verið best siðaður, að því er menn vita dæmi til. Hann ljet sig bera í sólargeisla í banasótt sinni, og fal sig á hendi þeim guði, er sólina hafði skapað; hafði hann og lifað svo hreinlega sem þeir kristnir menn, er best eru siðaðir*. Það mætti benda á fleiri dæmi þess, að menn í heiðnum sið, sem kallað er, voru göfug- menni margir hverjir; má þar benda á Ingimund gamla í Vatnsdal og marga fleiri, eftir því sem sög- ur greina. Nútímamenn halda margir, að það hafi alt af verið eitthvað vont framið eða ilt haft í huga, þegar blót eru nefnd, en það er misskilningur, að svo hafi verið hjá hverjum einum. Það voru fyrst og fremst trúarathafnir, fram komnar af þörf, af víðtæk- um skilningi á því, að maðurinn er ekki sjálfum sjer nógur, hann þarf æðri mátt til að styðjast við, ef vel á að fara, hann þarf að vera í sambandi við mátt- ugar, hjálplegar verur. Þess var engu síður þörf á þeim tímum en nú á tímum, og svo mun ávalt verða. í þessu er einmitt fólgin, ekki lítilmenska — eins og máske sumir halda nú á dögum, — heldur hin sanna mikilmenska, víðtækur skilningur hjá manni, sem berst af alefli og djörfung undir handleiðslu æðri máttar. Það hefur ekki verið síður á þeim dögum heldur en nú, sem komið hafa fyrir þau atvik, sem skýr og greindur maður hefur ekki getað skýrt, nema með því að leita skýringarinnar út fyrir þennan skynheim. ]eg er ekki í vafa um, að svo hafi verið um Ingólf. Hann mun t. d. hafa hugsað um það eftir á, hvernig stóð á því, að þegar þeim fóstbræðrum reið mest á, í bardaganum við sonu Atla jarls, að þá er eins og þeim sje sendur Ölmóður hinn gamli til hjálpar. Eða seinna, í atför þeirri, sem Hersteinn gerði að þeim

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.