Óðinn - 01.01.1936, Page 22

Óðinn - 01.01.1936, Page 22
22 Ó Ð I N N Köln, og brot úr sögu dómkirkjunnar. Eftir S. K. Steindórs. Eins og kunnugt er, eru einkum tvær trúarbragða- skoðanir ríkjandi í Þýskalandi. Er þar aðalvígi og S. K. Steindórs. átthagar trúarkenninga þeirra, sem kendar eru við dr. Martein Lúiher. Eru nú í Þýskalandi rúmar 40 miljónir manna Lútherstrúar, og búa þeir einkum í norðurhlutum landsins, og Wúrtemberg og Saxlandi. í sumum hjeruðum landsins eru íbúarnir aftur á móti nær eingöngu kaþólskrar trúar; má þar einkum til- nefna Bayern og hjeruð þau, er liggja að fljótinu Rín. Og eru rúmar 20 miljónir kaþólskra manna í Þýska- landi (eða 1934, 32 o/o þjóðarinnar). Erkibiskupsdæmið Köln er langsamlega fólksflesta kaþólska biskups- dæmið í Þýskalandi. Samkvæmt nýlegum skýrslum eru sem næst 3 þúsund prestar starfandi þar, en tala ka- þólska manna um 4 miljónir. Munkaklaustur voru og talin vera yfir 80, en nunnuklaustur um 520 að tölu. Eru þetta fróðlegar tölur fyrir þá menn, sem halda, að klausturlíf sje að hverfa úr sögunni og verða úr- elt fyrirbrigði. Köln stendur í dalverpi nokkru við Rínarfljótið; er þar milt og þægilegt loftslag, og brosandi engi blasa við augum til beggja handa. Köln er hin kaþólska höfuðborg þýska ríkisins og mesta verslunar- og við- skiftaborg í hinum námuauðugu verksmiðjuhjeruðum Rínarlanda. Borgin er grundvölluð af Rómverjum, árið 38 fyrir Krists burð, að því er talið er. En um árið 50 eftir Krist fær borgin nafnið »Colonia Claudi- ana Agrippinensis*; síðan styttist nafnið í Colonia, svo úr varð nafnið Köln, er tímar liðu. Oamla nafnið var borginni gefið til heiðurs Agrippinu, konu Clau- diusar keisara, en hún var fædd í Köln. A 4. öld varð Köln biskupssetur, en erkibiskupssetur á 8. öld, og er erkibiskupinn nú einnig kardínáli. Á miðöldunum var Köln ein af »Hansa-borgunum«, og gerðist hún mjög fræg á þeim tímum, meðal ann- ars sem háskólaborg og gróðrarstöð lista og vísinda. Enda vitna ýmsar byggingar frá þeim tímum um stór- hug þann og listasmekk, sem þar ríkti. Bæði dóm- kirkjan fræga og margar aðrar byggingar frá þeim tímum eru talin vera sígild og ómetanleg listaverk. Þegar talað er um Köln sem mentasetur á mið- öldum, er rjett að minnast lítið eitt á þann manninn, sem gerði garðinn hvað frægastan, Albert mikla frá Köln, eða Albertus Magnus, eins og hann er venju- lega kallaður. Hann fæddist árið 1193 í smábæ í Schwaben. Um æsku hans veit maður ekki mikið, en talið er, að hann hafi gengið í klausturreglu hl. Dom- inicusar árið 1223 (regla þessi var stofnuð árið 1215) fyrir áhrif yfirmanns reglunnar á þessum slóð- um, er jórdanus hjet. Seinna varð Albert kennari í Köln og jafnan kendur við þá borg; einnig var hann kennari við skólana í Hildisheim, Freiburg, Regens- burg, Strassburg og París. Árið 1254 var einn af lærisveinum hans í Köln1) Tómas frá Aquino, er síðar varð einhver merkasti heimspekingur og guðfræðingur miðaldanna. Albert skrifaði stórmerkileg vísindarit um guðfræði og heimspeki, og einnig skrifaði hann nákvæma rit- gerð um jurta- og dýralíf í Þýskalandi á þeim tímum. Hann var talinn vera mesti undramaður, sökum marg- háttaðrar þekkingar sinnar, og raunverulega var hann einn hinn mesti fjölsnillingur allra tíma. Árið 1254 varð hann fylkisstjóri (provincial) dóminikana-reglunnar í Þýskalandi. Árið 1260 varð hann biskup í Regents- burg, en kaus heldur að vera venjulegur munkur og kennari, og bað því um lausn frá þeirri vegsemd Árið 1277 tók hann sjer ferð á hendur og fór til Parísar til að verja kenningar lærisveins síns, Tóm- asar frá Aquino, sem áður er nefndur, en þá var dáinn. (Hann dó árið 1274). Albert mikli andaðist fyrir rúmum 650 árum, árið 1280, fjörgamall maður, 87 ára að aldri, og er hann grafinn í St. Andreas-kirkjunni í Köln. Gregor páfi 15. beatificeraði hann, eða tók hann í tölu hinna 1) Sjá greinina „Dýridagur" í Lesbók Morgunblaðsins 15. júní 1930.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.