Óðinn - 01.01.1936, Side 23

Óðinn - 01.01.1936, Side 23
Ó Ð I N N 23 sælu, árið 1622. En nú fyrir fáum árum tók Pius 11. hann í tölu heilagra manna. Dómkirkjan í Köln er eitt hinna dýrðlegusfu guðs- húsa, sem til eru; talið er, að þar nái hin undursamlega gotneska byggingarlist hámarki fegurðar og tignar. Kirkjan er hið þráða takmark allra þeirra, er ferðast um þessar slóðir, án tilllits til trúarskoðana. Það vill nú líka svo vel til, að allir þeir ferðamenn, •sem koma með járnbrautarlestunum til Köln, en það gera flestir, þurfa ekki að leita lengi að kirkjunni, en hún er að eins örfá skref frá járnbrautarstöðinni. Enda er allan þann tíma dagsins, sem ekki eru guðs- þjónustur, sífeldur erill manna, sem eru að skoða furðuverkið. Það er ekki óalgengt, að menn taki krók á leið sína, ti! að geta komið við í Köln og átt þar viðdvöl nokkra. Kirkjan stendur skamt frá fljótsbakka Rínar; hún rís máttug og sterk upp úr húsaþyrpingu stórborg- arinnar. — Hún er eins konar verndarvætlur borgar- innar, og jafnvel alls Þýskalands. — Hún er það fyrsta, sem maður sjer, þegar maður kemur, og það síðasta, sem maður sjer, þegar maður fer frá Köln. — Hún er stolt og prýði borgarinnar og heiðurs- merki þjóðarinnar. Kölnardómkirkjan hefur svipað gildi fyrir þýsku þjóðina sem Pjeturskirkjan eða Notre Dame hafa hvor í sínu landi. — Hún er sögulegur og menning- arlegur miðpunktur, þar sem hugir allra mætasf í að- dáun. A þeim stað, þar sem dómkirkjan stendur nú, var áður gamla höfuðkirkja borgarinnar; var byrjað á byggingu hennar um árið 800, og var hún vígð árið 873. Um miðja tólftu öld, eða 1149, eyðilagðist hún mjög, af ógurlegum eldsvoða, en var þó gerð upp aftur af nýju. Nokkrum árum síðar, eða árið 1164, voru helgir dómar (relikvíur) vitringanna frá Auslurlöndum fluttir þangað frá Mílanó, og eru þeir þar enn í dag, og eru taldir hinir verðmætustu og merkustu þeirra, sem þar eru. Eru þessir helgu dómar í forkunnarfögru skríni, úr gulli, geymdir í dýrgripasafni kirkjunnar. A skríninu eru upphleyptar myndir af spámönnunum og postulunum og atriðum úr Iífi Krists. Er auðsjeð á öllu þarna sú innilega ræktarsemi, alúð og ábyrgðar- meðvitund, sem einkendi handbragð hagleiksmanna miðaldanna. í dýrgripasafninu er einnig Engilbertusar-skrínið; er það úr silfri, en víða gullhúðað, og hið mesta völ- undarsmíði. Einnig eru þar margir aðrir fornir, fagrif, fásjeðir og verðmiklir gripir, svo sem gömul messu- klæði, biskupaskrúðar, baglar eða biskupsstafir, sýnis- ker, söngstjórnarstafir, oblátubuðkar eða monstransar, eins og það heitir á kirkjumáli, forn handrit og messu- bækur og fleiri gersemar. I kirkjunni sjálfri eru býsnamikil auðæfi saman komin, í listaverkum, trjeskurðarmyndum og málverk- um, auk glugganna, sem eru úr brendu myndagleri og svo verðmætir, að á stríðsárunum voru ýmsir hinna sjaldgæfusfu og merkilegustu þeirra teknir úr kirkjunni og komið fyrir á óhultari stað, af ótta við loftárás, sem kynni að eyðileggja kirkjuna. Af öllu því óhemju tjóni, sem þá hefði orðið, voru gluggarnir taldir hvað óbætanlegastir, og má þar áf nokkuð marka,hversu mikils virði þeir eru taldir. En sem betur fór, reyndust þó þessar varúðarráðstafanir óþarfar, því Kölnardómkirkja var ósködduð eftir hildarleikinn. Eftir að hinir helgu dómar vitringanna höfðu verið þangað fluttir, varð Köln um hríð allfrægur pílagríma- staður. En eldsvoði grandaði kirkjunni af nýju, og gereyðilagðist hún þá. Var þá tekið til óspiltra málanna, og byrjað að byggja stærri og veglegri kirkju. Og árið 1248 lagði Konrad erkibiskup hyrningarstein hinnar núverandi dómkirkju. Var Eiríkur plógpeningur þá konungur Danmerkur, en Hákon gamli konungur Noregs. Sturl- ungaöldin stóð þá sem hæst hjer á íslandi, og skamt að bíða endaloka þjóðveldisins. Heinrekur Karlsson var þá nývígður til Hóla; hafði Vilhjálmur kardínáli vígt hann árið 1247, í Noregsferð þeirri, er hann fór, til að krýna Hákon konung og Margrjetu, drotningu hans. En í Skálholtsbiskupsdæmi fór Sigurður Þjett- marsson þá með biskupsvöld, Byggingu nýju kirkjunnar miðaði hægt áfram, og var stundum jafnvel alls ekki unnið að kirkjusmíð- inni. — Um aldamótin 1500 var tæpur helmingur kirkjunnar bygður. En tiltölulega snemma var þó farið að hafa messur og guðsþjónustugerðir þar, og var kórinn notaður til þess, og sat svo þar við um nokkur hundruð ára skeið. Eru og til fleiri dæmi slíks, þegar um stór-kirkjubyggingar er að ræða, að þá er gengið þannig frá einhverjum hluta kirkjunnar, að hann er nothæfur til guðsþjónustugerða. Má þar til- nefna eitt dæmi hjer í nágrannalandi okkar; er það Grundtvigs-kirkjan í Kaupmannahöfn, því um allmargra ára skeið hefur kirkjan ekki verið annað en turninn, og voru guðsþjónustur þó haldnar þar árum saman, því kirkjan sjálf er ekki fullsmíðuð enn. Þó Kölnardómkirkjan hafi ekki verið nema rjett á byrjunarstigi þegar skáldkonungurinn Francesco Pe- trarca (1304 — 1374) var á ferðinni í Köln, sem tæp-

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.