Óðinn - 01.01.1936, Page 27

Óðinn - 01.01.1936, Page 27
Ó Ð I N N 27 t sviknir voru. Lagavarnir hinna reyndust hjóm og kák. Hann var það, sem sagði: Skák! Og svona stendur taflið tafið tímum saman. Nú skal hafið stríð fyrir þeim stóra rjetti, standa fast við merkið hans, þjóðarskörungs þessa lands, og muna, hvar hann markið setti. Rödd úr múgnum: Víst þú segir satt um ]ón. Sínum tíma höfði hærri hann var, öllum meiri’ og stærri. En þinn flónaflokkur tjón vinnur öllu verki’ hans nú. Þína skömm með heiðri’ hans hylja hyggur þú, en flestir skilja: Hann var ljón, en hundur þú. Ræðumaður: Hver mælir svo úr múgsins hóp? Mýlið þið þann leiða glóp! Röddin: Jeg fylgi ]óni Sigurðssyni, en síst af öllu fylgi jeg þjer. Ræðumaður: Þetta er gauð af þrælakyni; í þeirra ættir hann sig sver. Maklega hjer meðferð sá merarsonur ætti að fá. Við erum niðjar víkinganna; víst það mætti’ hann fá að sanna. Þessi fríði hópur hjer af höfðingjanna blóði er, sem undan Haralds harðstjórn forðum hingað sigldi, í verki og orðum göfgir menn. En þræll og þý þeirra förum voru í, skussalið til skítverkanna, skríll, sem ekki frjálsra manna hafði rjett. Þar ætt hans er, afglapans, sem gjammar hjer. Þetta arga þræla kyn þarf á lendartffast að hýða glerharðri með graðungs sin. Það gerðu kappar fyrri tíða. Hugsun fornu höfðingjanna, hún er takmark okkar manna. Nú er kóngakynið byrði. En kóngablóð er mikils virði að eiga frammi í ættum sínum. Röddin: En ekki er kóngablóð í þínum. Þú ert að svívirða’ ættina mína. En ambátt gat við tarfi þína. Ræðumaður: Vill ei einhver knefa kreppa að kverkum þessa heimska flóns og láta ei grimman, geltinn seppa gera spjöll á hátíð Jóns? Ný rödd úr múgnum: ]eg hef slegið hundinn! Margar raddir: Heyr! Sá, sem sló: Hann skal ekki framar æpa. Þetta er alþekt þý og læpa úr flokk, sem bráðum dæmdur deyr. Ræðumaður: Synir Ingólfs, Egils, Njáls, jeg ykkur kveð til þessa máls, drengir, sem í er dugur og þróttur, og dætur Guðrúnar Ósvífrsdóttur, Bergþóru’ og Auðar, — jeg ykkur kveð öll til þess að fylgjast með og ganga undir fána Fróns í fylking upp að leiði Jóns Sigurðssonar. Margar raddir: Heyr! Ræðumaður: Því hjer hinir allir stefnu’ hans svíkja. Við einir skulum »aldrei víkja«, og flokkur hans vor flokkur er. IV. Sólu móti suður’ í garði sigurhetju minnisvarði gnæfir hæst í helgum reit. Hingað stefnir fólksins sveit. En þar er fyrir fylking önnur flokks, er líka man sinn ]ón,

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.