Óðinn - 01.01.1936, Qupperneq 30

Óðinn - 01.01.1936, Qupperneq 30
30 Ó Ð I N N um hinir frægu forfeður vorir hinn tigna skrauthjúp, er þeir klæddu frásögn sína í. Úr henni hafa þeir Sveinbjörn og Jónas, og ótal fleiri landar vorir, ofið þær silkiskyrtur andans, er skýlt hafa þjóð vorri fram á þennan dag, ekkert vopn hefur bitið á og tímans tönn mun aldrei fá gatslitið. Einar Benediktsson hefur rjett að mæla. Líklega hefur engin þjóð varðveitt tungu sína betur á hörm- ungatímum en Islendingar. Þótt henni lægi við spjöll- um og lægingu um skeið, þá fæddust þjóðinni stöð- ugt einhverir þeir ágætismenn og föðurlandsvinir, sem færðu alt í lag á ný. Það væri því meira en meðal- skömm, ef vjer, sem nú lifum, ljetum oss farast ver við hið dýrlega móðurmál vort. Aðstaða vor til verndar því er þó ólíkt betri og auðveldari en hinna. Rithöfundar og þeir, sem kosta bækur til prent- unar, ættu því að gæta þess vel, að vanda mál á ritum sínum og gefa ei aðrar bækur út en þær, er skráðar væru á sæmilegu máli. Lægri kröfur má eigi gera en það, að mál á bókum sje þó hneykslis- laust. Þyngstar skyldur í tjeðu efni hvíla þó á herðum ritstjóra dagblaðanna. Þau eru keypt og lesin nær því af sjerhverju heimili landsins. Af þessu er auð- sætt, hvílík feiknaáhrif blöðin geta haft á tungu vora bæði til ills og góðs, lægingar og frama. Þau eru stórveldi, sem tungan verður að lúta. Hættan felst í því, að alþýðan ber fult traust til ritstjóranna. Hún veit, að þeir eru nær því allir skólagengnir menn, Hún hyggur að óhætt muni vera, að taka orð og orðasambönd, er þar koma fyrir, upp í talmál sitt og ritmál. Það hljóti alt að vera úrvalsmál og ef til vill gullaldartunga. Þetta er og að nokkuru leyti skiljan- Iegt. Allan þann tíma, sem Björn heitinn ]ónsson ráðherra gaf út ísafold, voru ritstjórnargreinar hans sönn fyrirmynd að málfegurð og þrótti. Þar gat að líta í nýrri mynd endurborinn þrótt, fegurð og orð- snild hinna fornu gullaldarbókmenta, en jafnframt orðfæð þeirra. Snildarmál var og jafnan á blaðinu Lögrjettu. Einkum var málið viðfeldið og leikandi lipurt. Á gamla Þjóðólfi var einnig hreint og vandað orðfæri. En hvernig er þá þessu háttað nú? Svo munu margir spyrja. Vfirleitt má segja, að enn þá sjeu birtar í blöðum vorum fjölmargar greinar ágætar á hreinu, lipru og ágætu máli, en meðal þessa úrvals sjást þó endemi og orðskrípi, sem stöðugt eru endurtekin sjer- hverjum góðum íslending til raunar. Islenskri tungu er misþyrmt og lög hennar þverbrotin og höfð að engu. Þetta mun þykja þungur áfellisdómur, ef til víll sleggjudómur út í loftið, og jeg mun að líkindum beðinn að færa rök fyrir orðum mínum. Það er þá tvent, sem jeg í þetta sinn ætla að benda á máli mínu til sönnunar. I fyrsta lagi er það notkun orðanna „á næstunni“. Nú er tekið að nota þetta orðasamband sem at- viksorð eða öllu fremur í stað atviksorðs og látið merkja: bráðlega eða innan skamms. I öðru lagi er það orðið „nýverið“, er jeg finn ástæðu til að gera athugasemd við. Orð þetta er hluttaksorð liðins tíma af hjálparsögninni að vera með ný- skeytt framan við. Orð þetta með forskeytinu er nú einnig farið að nota sem atviksorð í merkingunni: nýlega eða fyrir skömmu. Hjer er sýnilega gerð raun til að flæma góð og gild atviksorð úr tungu vorri, þar sem þau eiga rjett sæti, en hleypa svo skrípyrðum að í þeirra sess. Hitt er og brot á lögum tungu vorrar og raunar allra þeirra tungumála, sem jeg þekki til, að mynda nafnorð af hástigi lýsingarorða. ]eg þekki ekki dæmi þessa nema í nokkrum alþjóðaorðum, sem eru ætluð sem ruslyrði og allragagn, t. d.: optimismus, optimist, optimat, pessimismus, pessimist o. s. frv. Um það er lítt hugsað, þótt myndun slíkra orða brjóti málvenjur. Að orðið „næsta“ sje nafnorð og notað sem nafn- orð nú á tímum, það sýnir forsetningarorðið „á“, sem nú er ávalt haft á undan. Forsetningar eru að eins notaðar með nafnorðum og fylgifiskum þeirra, lýs- ingarorðum og fornöfnum. Sje það leyfilegt, og rjúfi það ekki lög tungu vorrar, að mynda nafnorðið »næsta« af hástigi lýsingarorðs- ins næstur, þá væri það engu síður leyfilegt að mynda nafnorðið fjærsta af hástiginu fjærstur og tala og rita „á fjærstunniþví að svo er hástigið nú, þótt í forn- öld væri það firstr. Enginn maður mælir þó nje ritar »á fjærstunni* eða »á firstunni«. Er þetta eitt nægi- legt til að sýna, að hjer er framið brot á lögum tungu vorrar. Megi mynda nafnorð af hástigi eins lýsingarorðs, þá er leyfilegt að mynda nafnorð af hástigum allra lýsingarorða. Hugsum oss, þótt ósenni- Iegt virðist, að svo kynni að fara, að alment yrði upp á því tekið; hvernig myndi þá málblóm álíka og þetta, sem jeg set hjer til smekks og dæmis, láta í hlustum manna: Þetta er heimskastan (í stað: magnaðasta heimsk- an), sem jeg nokkuru sinni hef heyrt fljóta úr nokk- uruin haus. Hvernig verður það þá skýrt og skiljanlegt gert, að ambaga þessi og ófögnuður komst inn í tungu vora? Orðmyndin „næstunni“ finst í fornbókmentum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.